Skoðun

Yfir­lýsing Hags­muna­sam­taka brotaþola og Öfga

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir,Ólöf Tara Harðardóttir,Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir og Guðný S. Bjarnadóttir skrifa

Í ljósi nýs sýknudóms sem féll þann 3. júní sl. viljum við hjá Hagsmunasamtökum brotaþola og Félagasamtökunum Öfgum vekja athygli á að umræddur dómur er birtingarmynd þeirra hindrana sem þolendur mæta þegar þau kæra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að tala fyrir hönd þolanda né aðstandenda í umræddu máli, heldur einungis að gagnrýna framgöngu réttarkerfisins.

Skoðun

Sniglaráðherrann

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Ráðuneyti það er kennt er við matvæli og undirstofnanir þess vinna á hraða snigilsins. Það er helst að frétta úr sniglaráðuneytinu að skýrsla MAST um hvalveiðar síðasta árs sem eyðilagðar voru þá af þáverandi sniglaráðherra mun nú hafa borist ráðuneytinu. Alla leið! Skýrslan er nú væntanlega til hraðlestrar í sniglaráðuneytinu.

Skoðun

Vel­megun Ís­lands er háð al­þjóða­öryggi

Smári McCarthy skrifar

Forsendur íslenskrar velmegunar eru í hættu, en ekki (bara) af þeim ástæðum sem fólki kemur fyrst í hug. Staðan er sú að öll sú velmegun sem við búum við í dag varð til í kjölfar seinni heimsstyrjaldar, en við höfum vanist því að hugsa um ýmsa hvalreka sem hafa ýtt Íslandi frá því að vera fátækt örríki á norðurhjara í að vera öflugt þekkingar- og lýðræðissamfélag með lífskjör í heimsklassa.

Skoðun

Ekkert svar.....

Ingunn Ósk Sturludóttir skrifar

Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl.

Skoðun

Endur­skoðun á hjálpar­tækja­hug­takinu

Telma Sigtryggsdóttir skrifar

Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna?

Skoðun

Milljarðar fyrir verri við­skipta­kjör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. 

Skoðun

Fyrir­bærið Wolt - Að taka allan gróðann en enga á­byrgð

Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir skrifa

Nýverið komu fram fréttir af því að um 20 af okkar berskjölduðustu systkinum hafi „gerst sek“ um brot á atvinnuréttindum útlendinga með því að sendast með mat fyrir eitthvað fyrirbæri sem heitir Wolt. Viðbrögð fyrirbærisins Wolt í kjölfarið slær líklega öll fyrri met um algjört skeytingar- og ábyrgðarleysi alþjóðlegra fyrirtækja sem leynt og ljóst byggja viðskiptamódel sitt á hagnýtingu einstaklinga í berskjaldaðri stöðu.

Skoðun

Skuggasund

Margrét Kristín Blöndal skrifar

Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza.

Skoðun

Verndun hvala á al­þjóð­legum degi hafsins

Micah Garen skrifar

Á þessu ári hefur okkur miðað heilmikið áfram í skilningi og virðingu okkar á hvölum. Höfðingi Maóra lýsti því yfir að hvalir hafi sömu réttindi og mannfólk. Maórar vinna ásamt Sameinuðu þjóðunum við að reyna að veita hvölum mannréttindi alls staðar í heiminum.

Skoðun

Um flug geir­fuglsins

Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar

Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík.

Skoðun

Munurinn á með­göngu- og fæðingarsjúkdómum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi.

Skoðun

Hinn augum ó­sýni­legi skaði

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Hinn ósýnilegi skaði sem milljónir einstaklinga hafa lifað og eru að lifa. Atriði sem oft eru mikið frá neikvæðum viðhorfum stjórnmálalegra sem trúarlegra yfirvalda sem settu tóninn. Hin óskráðu lög um þöggun fyrir fólk að lifa formúlur, en ekki samkvæmt eigin innsæi.

Skoðun

Tölum um til­finningar

Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

„Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi.

Skoðun

Ó­trú­legur barna­skapur for­seta­fram­bjóð­enda

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið.

Skoðun

Verður þér að góðu?

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa

Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt.

Skoðun

Kosningar eru alltaf „taktík”

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur.

Skoðun

Gildin sem sigldu for­seta­em­bættinu í höfn

Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu.

Skoðun

Halla, ekki Kata

Sævar Þór Jónsson skrifar

Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk.

Skoðun

Getur reiði valdið veikindum?

Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar

Svarið við spurningunni hér fyrir ofan er já. Reiði eða almennt neikvæð orka. Nú kemur örugglega kurr frá einhverjum sem sitja í sinni fáfræði. En það er allt í lagi.

Skoðun

Ráð­herrar hafa á­hyggjur af vald­beitingu

Tómas Ingvason skrifar

Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum.

Skoðun

Taktísk skil­yrðing um­ræðunnar

Magnús Davíð Norðdahl skrifar

Í aðdraganda kosninganna og ekki síður nú eftir úrslitin er sumum tamt að búa til og útfæra skilgreiningu á þeim sem kusu með „hjartanu“ og hinna sem gerðu það ekki og kusu það sem þeir hinir sömu kalla „taktískt“. Hugmyndin er þá sú að sumir kjósendur séu á einhvern hátt heiðarlegri, einlægari og betri en aðrir, í raun sannkallaðar tilfinningaverur, sem hlusta á hjartað, andstætt hinum sem eru þá kaldlyndari og reiða sig á skynsemina eina saman.

Skoðun

Sam­einumst um for­varnir gegn átröskun

Karen Daðadóttir,Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Elva Björk Bjarnadóttir skrifa

Á undanförnum árum hefur alvarleg átröskun færst í aukana. Fleiri þurfa að leggjast inn á spítala en áður og átröskun meðal barna hefur vaxið. Barna- og unglingageðdeild Landspítala sinnir börnum sem glíma við alvarlega átröskun og nú á alþjóðlegum baráttudegi um átröskun er rétt að staldra við og velta upp ástæðum þessarar fjölgunar barna sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna átröskunar.

Skoðun