Gildin sem sigldu forsetaembættinu í höfn Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:02 Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun