Skoðun

Frið­sæl jól

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist.

Skoðun

Pax Vobis

Árni Már Jensson skrifar

Danski eðlisfræðingurinn Niels Bohr sagði:“Allt sem við köllum raunverulegt er gert úr eindum sem ekki er hægt að líta á sem raunverulegar. Ef skammtafræðin, (quantum physics) hefur ekki hneykslað þig verulega, hefur þú ekki skilið hana ennþá.”

Skoðun

Skrá­setning í Palestínu

Ingólfur Gíslason skrifar

Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza.

Skoðun

Loksins kviknað á perunni?

Ingibjörg Isaksen skrifar

Síðustu daga hafa þingmenn og heilu þingflokkarnir lýst því yfir að þeir ætli að beita sér fyrir aukinni orkuöflun til að mæta yfirvofandi raforkuskorti hér á landi. Ítrekaðar áhyggjur hafa verið hunsaðar og nú, þegar vandinn er farinn að vera virkilega alvarlegur og er orðinn öllum kýrskýr, keppast þingmenn við að koma með háfleygar yfirlýsingar eins og að hulunni hafi verið svipt.

Skoðun

Þver­skorin ýsa og hamsa­tólg

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt.

Skoðun

Um hús­næðis­mál á Reykja­lundi

Andrea Hlín Harðardóttir,Edda Björk Skúladóttir og Rúnar Helgi Andrason skrifa

Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar.

Skoðun

Ef ég nenni…

Stefán Pálsson skrifar

Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið.

Skoðun

Hvert er hlut­verk Sam­einuðu þjóðanna?

Birna Þórarinsdóttir,Stella Samúelsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa

Það hefur reynst flestum erfitt að horfa upp á hörmungarnar sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Mörg hafa upplifað réttmætt vonleysi, sorg og reiði - og stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa setið undir ámæli fyrir hægagang og valdleysi. Fólk hefur velt því upp hvort Sameinuðu þjóðirnar eigi yfir höfuð erindi við heiminn eins og hann er í dag.

Skoðun

Jólatöfrar

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð.

Skoðun

Hver ber sökina?

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Miklar og stórar umræður fara nú fram um slakan árangur íslenskra ungmenna í Pisa könnunum. Sama umræða og ekki veigaminni hefur farið fram eftir sérhverja könnun af þessu tagi, sem fram hefur farið á liðnum árum.

Skoðun

Hvers eiga viðbragðsaðilar að gjalda?

Sveinn Gauti Einarsson skrifar

Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna.

Skoðun

Hvernig getum við bætt frammi­stöðu ís­lenskra barna í PISA?

Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Nú þegar grunnskólasamfélagið heldur í langþráð jólafrí verður ekki fram hjá því litið að niðurstöður Íslands í PISA könnun efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru áfram áhyggjuefni fyrir íslenskt menntakerfi. Niðurstaðan hefur vakið verðskuldaða athygli, innan menntasamfélagsins sem og utan þess og er það fagnaðarefni.

Skoðun

Bitlinga-Bjarni kominn til byggða

Árni Múli Jónasson,Jóhann Hauksson og Atli Þór Fanndal skrifa

„Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning Jóns Þorlákssonar, stofnanda Sjálfstæðisflokksins 1930, kemur upp í hugann þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að skipa Svanhildi Hólm, vinkonu sína, flokkssystur og samverkakonu, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Skoðun

Er for­ysta HSÍ gengin af göflunum?

Björn B. Björnsson skrifar

Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun

Sam­keppni á raf­orku­markaði og staða al­mennings í landinu

Steingrímur Ægisson og Sigrún Eyjólfsdóttir skrifa

Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna.

Skoðun

Ljósið í myrkrinu

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum.

Skoðun

Af vindvélum og þjóðarmorði

Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar

Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi.

Skoðun

Þjónustutengd fjár­mögnun í for­gang

Willum Þór Þórsson skrifar

Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum.

Skoðun

Lof­söngur til Lands­byggðarinnar

Nökkvi Dan Elliðason skrifar

Í hjarta iðandi þjóðar, á bak við háleit markmið og stanslaust suð borgarlífsins, liggja ósungnar hetjur samfélagsins – smábæirnir. Þessi yfirlætislausu samfélög, sem oft gleymast í frásögn framfara, gegna ómissandi hlutverki við varðveislu sálar Íslands og miðlun á grunngildum í gegnum kynslóðirnar. Það er þar sem einstaklingurinn þrífst og þroskast.

Skoðun

Til hvers eru mark­mið?

Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar

Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi.

Skoðun

Hann hlýtur að vera á út­leið

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu.

Skoðun

Mikil­vægir menningarsamningar í höfn

Skúli Helgason skrifar

Reykjavík fagnaði nýrri öld árið 2000 með því að skarta sæmdarheitinu Menningarborg Evrópu ásamt sex öðrum borgum álfunnar og markaði aldamótaárið varanleg spor í menningarsögu landsins sem við höfum í raun notið góðs af síðan með fádæma fjölbreyttu viðburðahaldi, frumsköpun og grósku upp á nánast hvern einasta dag ársins þar sem listafólk og menningarhópar hafa náð snilli í að skapa mikið úr litlu.

Skoðun

COP28: Grípum tæki­færin!

Haraldur Hallgrímsson skrifar

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn.

Skoðun

Skaða­minnkandi lyfja­með­ferð við ópíóíða­fíkn

Ásdís M. Finnbogadóttir skrifar

Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði.

Skoðun

Hommar eru gæða­blóð

S. Maggi Snorrason skrifar

Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur.

Skoðun

Mýtan um töfra­lausnir ríkis­sátta­semjara

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum.

Skoðun