Hvers eiga viðbragðsaðilar að gjalda? Sveinn Gauti Einarsson skrifar 21. desember 2023 20:00 Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun