Skoðun

Mann­réttindi eiga að vera í for­gangi

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru.

Skoðun

Um orð

Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar

Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi.

Skoðun

Project Lindarhvoll

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað.

Skoðun

Hve­nær á að sækja um hjá Trygginga­stofnun?

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Hvernig myndum við lýsa vel heppnuðu opinberu kerfi? Ætli við getum ekki verið sammála um að slíkt kerfi þurfi að styðja við þau sem þurfa á stuðningi að halda? Það þarf væntanlega að vera sanngjarnt, þó svo endalaust verði eflaust deilt um hvað telst nógu sanngjarnt.

Skoðun

Fisk­veiði­ráð­gjöf og strand­veiðar

Magnús Jónsson skrifar

Árið 1995 var innleidd hér 25% aflaregla í fiskveiðiráðgjöf og var hún við líði í 10 ár Á þessum árum var veiði á þorski umfram ráðgjöf samtals um 149 þús tonn eða að jafnaði tæp 15 þús. tonn á ári. Við upphaf tímabilsins, þ.e. veiðiárið 1995-1996 var ráðgjöfin 155 þús tonn en við lok tímabilsins 2004-05 var hún 205 þús tonn eða um þriðjungi meiri en í upphafi. Umframveiðin virðist því ekki hafa haft neikvæð áhrif á veiðistofnstærðina, nema síður sé.

Skoðun

Um orð­skrípa­gerð aktív­ista

Eldur Ísidór skrifar

Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi.

Skoðun

Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands

Lára Hrönn Hlynsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifa

Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum.

Skoðun

Gögnin af­hent – al­var­legur mis­brestur blasir við

Heiðrún LInd Marteinsdóttir skrifar

Í gær afhenti matvælaráðuneytið loks gögn í máli tengdu ákvörðun hennar um að stöðva veiðar fyrirvaralaust á langreyðum þetta sumarið. Voru þá liðnir 15 dagar frá því SFS óskuðu eftir umræddum gögnum.

Skoðun

Full­yrðingar Bjarna Jónas­sonar hjá Um­hverfis­stofnun hraktar

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman.

Skoðun

Sjálf­bært Ís­land og smit­á­hrif okkar á heims­vísu

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum.

Skoðun

Sam­tök at­vinnu­lífsins í mann­réttinda-grímu­búningi

Daníel Isebarn Ágústsson og Hekla Sigrúnardóttir skrifa

Samtök atvinnulífsins (SA) eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda. Samtökin taka hlutverk sitt sem hagsmunaverðir fyrirtækja mjög alvarlega og líta ekki á það sem markmið að gæta að réttindum launafólks.

Skoðun

Rétt­læti hins sterka

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Yfirvofandi útburður pólskrar fjölskyldu og sala á húsi í eigu þeirra og skyndi­gróði fyrirtækis af harmleikn­um hefur vakið viðbrögð almennings sem kemst við vegna harðneskjulegrar valdbeitingar yfir­valda gagnvart lítilmagna.

Skoðun

Deili­skipu­lag Nýja Skerja­fjarðar er mögu­lega lög­brot

Matthías Arngrímsson skrifar

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til.

Skoðun

Notum ís­lensku

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Ef þér er almennt sama hvort þjónustan sem þú færð er á íslensku eða ensku eru allar líkur á að hún verði til framtíðar á ensku. Við skulum samt hafa það á hreinu að ensk tunga er ekki óvinur íslenskunnar, heldur er það doðinn og andvaraleysið sem skapa ógn við samtíð og framtíð tungumálsins okkar.

Skoðun

Hlustum á Gitu, Christine og Isa­bellu

Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Heyra mátti andköf á ráðstefnu WEF í Davos þegar Gita Gopinath, fyrrum aðalhagfræðingur AGS, tók til máls. Ekki vegna þess að Gita sé umdeild eða njóti lítillar virðingar (hún er þriðja konan á eftir nóbelsverðlaunahafanum Amartya Sen til að hljóta fastráðningu hjá hagfræðideild Harvard) heldur vegna þess að hún talaði um efnahagssamhengi sem hálfgerð bannhelgi hvílir á.

Skoðun

Komið að þol­mörkum leik­skólans

Rakel Ýr Ísaksen skrifar

Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma.

Skoðun

Láttu gott af þér leiða og fáðu skatta­af­slátt í staðinn

Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar

Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. 

Skoðun

Hve­nær fór ríkis­stjórnin að treysta Banka­sýslunni aftur?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla.

Skoðun

Pjatt­krati skilar skatti – með einum eða öðrum hætti

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna.

Skoðun

Ekkert mál að flokka rusl í Reykja­vík

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi.

Skoðun

Inn­viðir eru ekki að springa vegna flótta­fólks

Marín Þórsdóttir skrifar

Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd.

Skoðun

Rang­færslur „fagráðs“ um vel­ferð dýra

Árni Alfreðsson skrifar

Fagráð um velferð dýra birti nýverið (16. júní s.l.) skýrslu eða álit sitt varðandi hvalveiðar. Á þessu áliti byggir matvælaráðherra tímabundið bann við hvalveiðum. Álitið eru tæpar tvær gisnar síður. Í þessum örfáu setningum þá kemst fagráðið að merkilega mörgum rangfærslum. Rangfærslur sem eru til þess gerðar að gera þetta álit að marklausu plaggi.

Skoðun

Ósanngjarnar samkomulagsbætur tryggingafélaga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. 

Skoðun

Sam­staðan

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Nokkur orð varðandi samstöðu. Samstaða er hlaðin ásetningi. Við fæðumst ekki með samstöðu heldur er hún val hverju sinni. Samstaða er hluti af lærdómsferli og þroska bæði einstaklinga og samfélaga. Samfélag án samstöðu er sundurslitið, átakabundið og eirðarlaust.

Skoðun