Sjálfbært Ísland og smitáhrif okkar á heimsvísu Katrín Jakobsdóttir skrifar 6. júlí 2023 08:00 Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar