Skoðun

Eitt dauðs­fall er of mikið

Willum Þór Þórsson skrifar

Í gær voru áhrifaríkir og fallegir tónleikar haldnir í Hörpu til að vekja athygli á ópíóðafíkn og styrkja skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins. Undanfarið hefur mikil umræða skapast í samfélaginu um ópíóðafíkn og þann skaða sem af henni getur hlotist.

Skoðun

Vopnin kvödd

Friðrik Jónsson skrifar

Fyrir tveimur árum tók ég við embætti formanns BHM og talaði fjálglega um markmið næstu 20 mánaða. Það var ekki allt sem náðist en margt. Hafin var vegferð innri endurbóta og stefnumörkunar, en hvernig til tókst læt öðrum eftir að meta.

Skoðun

Hvað er gott eða virðu­legt and­lát?

Ingrid Kuhlman skrifar

Við hugsum sjaldan mikið um eigið andlát fyrr en það er yfirvofandi. Sigmund Freud sagði reyndar að við værum ófær um að ímynda okkur eigið andlát. Jafnvel þó að við vitum og getum ímyndað okkur fráfall einhvers annars, erum við sannfærð um eigin ódauðleika.

Skoðun

Geð­þótta­á­kvarðanir vald­hafanna

Þórarinn Eyfjörð skrifar

Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan.

Skoðun

Leitin að full­komnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar

Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina. Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig.

Skoðun

Sjálf­bærar hval­veiðar?

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar.

Skoðun

Rökin fyrir frjálsum hand­færa­veiðum

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.

Skoðun

Tvær þjóðir í sama landi

Ingólfur Sverrisson skrifar

Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri.

Skoðun

Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. 

Skoðun

„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Vitanlega er Evr­ópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið og þekkti vel til umræðunnar hér á landi. 

Skoðun

Víst ríma þau, Jón og flón

Pétur Heimisson skrifar

Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi. 

Skoðun

Trúleysi er kostulegt

Kristinn Theodórsson skrifar

Eitt sinn var nokkuð vinsælt blogg sem hét „Trúarbrögð eru kostuleg“. Þar bloggaði einhver hrokafullur guðleysingi nánast daglega um hvað trúarbrögð séu vitlaus. Það var ég. Ég var þessi önugi tómhyggjumaður.

Skoðun

Leggið við hlustir - það er kallað

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála.

Skoðun

Þor­steinn Víg­lunds­son á villi­götum

Stefán Ólafsson skrifar

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir.

Skoðun

Krabba­meins­skimanir – mikið fyrir lítið

Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Skoðun

Rúm­lega 150 milljarða halli hjá ríkis­sjóði og úr­vinda sjálf­boða­liðar

Bergvin Oddsson skrifar

Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman.

Skoðun

Bar­áttan við verð­bólguna

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. 

Skoðun

Ofur­kraftur okkar allra

Sveinn Waage skrifar

Húmor og hlátur er alþjóðlegt tungumál sem hefur þann ótrúlega hæfileika að leiða fólk saman og stökkva yfir menningarlegar og tungumála-hindranir. Húmor er einfalt en öflugt tæki sem við elskum flest fyrir getu sína til að lyfta okkur upp og skapa jákvæðar tilfinningar.

Skoðun

Að hafa skilning á öryggis­sjónar­miðum

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Í svari við fyrirspurn minni á þingi í vikunni var Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ómyrkur í máli um það að pöntuð hefðu verið ógrynnin öll af allskyns vopnum og vígbúnaði fyrir lögregluna í tilefni komu mikilvægra Evrópuleiðtoga til landsins í vikunni á undan. Ekki stæði til að fækka neitt í vopnabúrinu, þó fundurinn—og sú ægilega ógn sem honum fylgdi—væri yfirstaðin.

Skoðun

Sorpa

Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa

Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.

Skoðun

Að kíkja í pakkann

Guðbrandur Einarsson skrifar

Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. 

Skoðun

Albert Einstein vs. Ásgeir Jónsson

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ein kenninga Alberts Einstein var, að, ef menn gerðu sama hlutinn aftur og aftur og væntu breytilegra, eða annarra og kannske betri niðurstaðna, mætti telja það andlega skerðingu, vitfirru. Nú er Ásgeir Jónsson búinn að hækka stýrivexti þrettán sinnum, á tveimur árum, til að reyna að slökkva verðbólgubálið, en verðbólgan bara eykst. A. Hvað skyldi Einstein hafa sagt um þessa viðleitni Ásgeirs? B. Getur verið, að yfirkeyrðar stýrivaxtahækkanir virki sem olía á eldinn í stað vatns?

Skoðun

Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi?

Ólafur Stephensen skrifar

Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið.

Skoðun

Vaxta­hækkanir og verð­bólga í boði verka­lýðs­hreyfingarinnar

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið.

Skoðun