Skoðun

Ras­ismi á Ís­landi

Snorri Ásmundsson skrifar

Rasismi á Íslandi er mikill og mun meiri en ég gerði mér grein fyrir. Ég afneitaði að hann væri svona mikill, því fólkið í kring um mig styður mannréttindi, en ég skynja núna mikin rasisma og sér í lagi gegn Palestínu. Ótrúlegasta fólk sem ég hefði haldið að hefði samkennd með fólkinu eða sér í lagi börnunum á Gaza er eiginlega slétt sama og lítur á fólk sem fer í stuðningsgöngur með Palestínu sem stuðningsfólk með hryðjuverkum. Þetta var mjög óþægileg uppgvötun og ég skammast mín fyrir þetta fólk. En hversu stór er þessi hópur fólks? Kannski þrjátíu eða fimmtíu prósent eða meira? Það sem er að gerast á Gaza er jú fyrir ofan okkar skilning en sleppum því að dæma og hugsum. Óttinn fær okkur jú til að dæma en eigum við að láta óttann við álit Pro-Israel áróðursvélarinnar hafa þau áhrif á okkur að við bælum niður samkennd með saklausu fólki? Hættum að vera svona miklir kjánar og sýnum auðmýkt og stuðning með friði og krefjumst hans!

Höfundur er myndlistarmaður. 




Skoðun

Sjá meira


×