Skoðun

Krafa um árangur í at­vinnu- og sam­göngumálum

Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi.

Skoðun

Við­reisn fjöl­skyldunnar

Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Sem ung kona með stóra fjölskyldu og fimm börn á breiðu aldursbili þá finn ég mikið fyrir því sem betur má fara í kerfinu okkar og það liggur í augum uppi að breytinga er þörf.

Skoðun

Píratar standa með fólki í vímu­efna­vanda

Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar

Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. 

Skoðun

Lenda menn í fangelsi eftir mis­heppnaða skóla­göngu?

Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar

Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika?

Skoðun

Báknið burt - hvaða bákn?

Reynir Böðvarsson skrifar

Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn.

Skoðun

Í­þróttir fyrir öll börn!

Gunnhildur Jakobsdóttir og Kolbrún Kristínardóttir skrifa

Markmið Æfingastöðvarinnar er að efla þátttöku barna í athöfnum sem eru þeim og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er íþróttaiðkun sannarlega mikilvæg iðja í hugum margra. Á Íslandi æfa 80% barna á aldrinum 9-12 ára reglubundnar íþróttir.

Skoðun

Að stela fram­tíðinni

Halldóra Mogensen skrifar

Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu.

Skoðun

Fjöl­eignar­hús og vá­tryggingar

Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar

Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar.

Skoðun

Ert þú á­horf­andi of­beldis?

Carmen Maja Valencia skrifar

Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar?

Skoðun

Það er dýrt að reka ríkis­sjóð alltaf á yfir­drætti

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Í vikunni birti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum 2024. Þar segir meðal annars að almennt gildi sú regla að „hallarekstur ríkissjóðs felur í sér frestun á skattlagningu sem hækkar ráðstöfunartekjur heimila til skamms tíma en lækkar þær í framtíðinni“

Skoðun

Opin­ber ómögu­leiki

Guðmundur F. Magnússon skrifar

Ég hef starfað sem bæði launþegi og verktaki á Íslandi frá 2019. Allan þann tíma hef ég fengið endurskoðendur til að telja fram til skatts fyrir mig árlega, aðallega vegna þess að það er flóknara að telja fram sem verktaki en líka vegna þess að ég vil vera viss um að hafa allt á hreinu og í samræmi við lög og reglur.

Skoðun

Dýra­vel­ferðar­lögin tíu ára

Einar Örn Thorlacius skrifar

Í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár síðan lög nr. 55/2013 um velferð dýra tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um dýravernd og fólu í sér gjörbreytingu á eftirliti með dýravelferð á Íslandi. Allt eftirlit með dýravelferð var fært til Matvælastofnunar (MAST) sem skiptist áður á fleiri stofnanir og embætti og fól þá í sér ómarkvisst eftirlit.

Skoðun

Er þetta sann­gjarnt?

Sigríður Clausen skrifar

Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi.

Skoðun

Niðurskurðurinn sem enginn bað um

Halla Gunnarsdóttir skrifar

Á haustdögum, nánar tiltekið á þingsetningardegi, efndu ASÍ, BSRB og KÍ til útifundar á Austurvelli til að mótmæla þeim áhrifum sem þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft á venjulegt fólk. Innan þessara regnhlífasamtaka er þorri vinnandi fólks á Íslandi og krafan á fundinum var skýr: ríkisstjórnin væri ekki á vetur setjandi nema hún væri reiðubúin að takast á við efnahagsvandann út frá almannahag.

Skoðun

Það sem má alls ekki tala um...

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Viðbrögð við hugmyndum um að afnema undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta eru kostuleg, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf.

Skoðun

Síðasti naglinn í borginni

Björg Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hersveinn skrifa

Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum.

Skoðun

Slæm stjórn­sýsla heil­brigðis­mála - dauðans al­vara

Markús Ingólfur Eiríksson skrifar

Varla líður sú vika án þess að fólk sem hefur þurft að leita á bráðamóttöku Landspítala stígi fram og lýsi erfiðri reynslu sinni af þeirri meðferð sem það fékk þar. Þessar frásagnir eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum því flestir þekkja til svipaðra tilvika eða hafa jafnvel lent sjálfir í því sama.

Skoðun

Eldra fólk á betra skilið

Sigurjón Þórðarson skrifar

Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki.

Skoðun

Fimm­tíu og sex

Sigmar Guðmundsson skrifar

Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar.

Skoðun

Börn laga ekki bein­brot

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar

Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus.

Skoðun

Sá „ó­háði“ kemur til byggða

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar.

Skoðun

Vegið að fram­tíð ungs vísindafólks á Ís­landi

Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir skrifa

Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður

Skoðun

Trúðslæti eða trú­verðug­leiki

Friðrik Erlingsson skrifar

Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika.

Skoðun

Rekin út fyrir að vera kennari

Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra.

Skoðun

Hver vill kenna?

Aron H. Steinsson skrifar

Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans?

Skoðun

Við þurfum að tala um Bál­stofuna

Matthías Kormáksson skrifar

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín.

Skoðun