Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 23. janúar 2025 07:31 Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Bandaríkin Donald Trump Trúmál Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar