Sport

Lowry leiðir eftir annan hring á meðan Woods og McIlroy eru úr leik
Hinn írski Shane Lowry leiðir á Opna meistaramótinu í golfi. Bæði hann og Daniel Brown frá Englandi héldu uppi góðri spilamennsku í dag þegar annar hringur mótsins fór fram. Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ísold bætti aldursflokkametið í sjöþraut
Evrópumót stúlkna átján ára og yngri í frjálsum íþróttum fer nú fram í Banská Bystrica í Slóvakíu. Ísold Sævarsdóttir bætti í dag aldursflokkamet fyrir keppendur á bilinu 16 til 17 ára.

„Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda”
John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin.

Böðvar Bragi sló vallarmetið á Hólmsvelli
Böðvar Bragi Pálsson átti hreint út sagt magnaðan dag þegar annar hringur á Íslandsmótinu í golfi var spilaður. Að þessu sinni fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru og gerði Böðvar Bragi sér lítið fyrir og sló vallarmetið.

Ríkjandi Íslandsmeistari komin í forystu
Ragnhildur Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er komin í forystu eftir dag tvö á Íslandsmótinu í gólfi sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru.

Nóel Atli byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild Danmerkur
Nótel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar þegar liðið sótti Nordsjælland heim í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Nýliðar Álaborgar áttu aldrei möguleika og máttu þola 3-0 tap.

Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-2 | Gengur ekkert hjá heimakonum á heimavelli
Víkingur gerði góða ferð norður yfir heiðar og sigraði Þór/KA 2-0 í Bestu deild kvenna. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Linda Líf Boama skoruðu mörkin og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Þetta var þriðji tapleikur Þór/KA í röð á heimavelli sem þykir ekki boðlegt þar á bæ.

Sótti innblástur til sonarins
Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur.

Stefán Ingi mættur til Sandefjord
Norska efstu deildarliðið Sandefjord hefur staðfest komu framherjans Stefáns Inga Sigurðarsonar. Hann skrifar undir samning til ársins 2027.

Elías Rafn varði víti og tryggði Midtjylland stig
Fyrsti leikur tímabilsins 2024-25 í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld þegar AGF tók á móti FC Midtjylland í Árósum í kvöld. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum og létu svo sannarlega til sín taka.

Evrópumeistarinn Morata frá Madríd til Mílanó
Ítalska stórveldið AC Milan hefur staðfest komu framherjans Álvaro Morata. Hann bar fyrirliðabandið þegar Spánn varð Evrópumeistari á dögunum.

Má ekki koma til Bandaríkjanna og missir því af heimsleikunum
Rússinn Ilya Makarov fékk óvænt keppnisrétt á heimsleikunum í CrossFit á dögunum vegna lyfjahneykslis mótherja hans en ekkert verður þó að því að hann keppi á leikunum.

Eyðir 33 milljónum í skrokkinn á sér á hverju ári
NFL stórstjarnan Derrick Henry hefur hlaupið yfir mann og annan í deildinni undanfarin ár og verið einn besti hlaupari hennar. Hann er í rosalegu formi og passar líka einstaklega vel upp á líkama sinn.

Willum Þór keyptur af Birmingham fyrir metverð
Willum Þór Willumsson hefur verið keyptur af enska félaginu Birmingham á fjórar milljónir evra. Hann kemur til félagsins frá hollenska liðinu Go Ahead Eagles og gerir fjögurra ára samning.

Höfnuðu risatilboði í Orra sem heldur kyrru fyrir í Kaupmannahöfn
Orri Steinn Óskarsson er ekki á förum frá FC Kaupmannahöfn þrátt fyrir orðróma um annað. Hann hefur framlengt samning sinn við félagið til 2028.

Besta upphitunin: Landsliðsþjálfararnir gerðu upp undankeppni EM
Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín gesti af dýrari gerðinni í þetta sinn. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Guðni Haraldsson, sem eru nýkomnir úr landsliðsverkefni og stýrðu Íslandi á EM 2025.

Jón & Margeir torfæran í beinni á Vísi og Stöð 2 Sport á morgun
Torfæruklúbburinn heldur fjórðu umferð Íslandsmótsins í torfæruakstri í gryfjum rétt fyrir utan Blönduós á morgun, laugardaginn 20. júlí.

Hamilton hrósar Schumacher fyrir að koma út úr skápnum
Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hrósaði Ralf Schumacher fyrir að koma út úr skápnum.

Býður sig fram til Íþróttamannanefndar IOC fyrstur Íslendinga
Sundamaðurinn Anton Sveinn McKee verður fyrsti íslenski afreksíþróttamaðurinn sem býður sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar.

Strákarnir spila um sjöunda sætið á EM
Strákarnir í tuttugu ára landsliðinu í handbolta spila um sjöunda sætið á Evrópumótinu í Slóveníu en þetta varð ljóst eftir að liðið tapaði á móti Svíum í dag.

Loksins Evrópumark hjá Patrick Pedersen
Patrick Pedersen er mesti markaskorari Valsmanna frá upphafi en hann hafði beðið í meira en ellefu hundruð mínútur eftir marki í Evrópuleik.

Móðir Mbappé hótar að fara með PSG fyrir dómstóla
Kylian Mbappé er ekki lengur leikmaður Paris Saint Germain en franska félagið er sagt skulda honum enn mikinn pening. Svo gæti farið að Mbappé fari í hart til að fá launin sín borguð.

„Það var enginn sirkus“
Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn.

Manchester City kaupir leikmann sem var í „þeirra“ eigu
Manchester City hefur gengið frá kaupunum á brasilíska kantmanninum Sávio.

Sýndu Adam áhuga í eitt ár: „Stefnt að þessu síðan ég var lítill krakki“
Ítalska C-deildarliðið Perugia hefur landað Adam Ægi Pálssyni, um ári eftir að hafa fyrst sýnt honum áhuga. Leikmaðurinn er hæstánægður með að hefja atvinnumannaferilinn hjá jafn stóru félagi og Perugia.

Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“
Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Stjóri West Ham vill ólmur fá Kanté
N'Golo Kanté gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina en West Ham United hefur mikinn áhuga á að fá franska landsliðsmanninn.

Blásið til Evrópuveislu á Íslandi
Öll þrjú íslensku félögin sem kepptu í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld fóru áfram í næstu umferð forkeppninnar. Nú stefnir í heljarinnar Evrópuveislu hér á landi í næstu viku.

Adam búinn að semja við Perugia
Fótboltamaðurinn Adam Ægir Pálsson hefur samið við ítalska C-deildarliðið Perugia. Hann staðfesti þetta í samtali við Vísi.

„Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði“
Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps.