Veður

Hvít jörð í höfuðborginni og slær í storm austantil
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun og má gera ráð fyrir að margir muni þurfa að skafa af bílunum áður en haldið er af stað í vinnu eða skóla.

Víða allhvasst, skúrir og él
Veðurstofan spáir suðvestan og síðar vestanátt í dag, allhvössu eða hvössu og skúrum eða éljum, en bjartviðri austantil. Gul veðurviðvörun vegna vinds er í gildi fyrir Suðurland í dag.

Hvöss sunnanátt með rigningu og gular viðvaranir
Djúp lægð vestur við Grænland þokast nú norðaustur og veldur allhvassri eða hvassri sunnanátt með rigningu og talsverðri úrkomu syðra. Gular veðurviðvaranir vegna hvassviðris eru í eða taka gildi víða á landinu.

Reikna með hviðum að 35 metrum á sekúndu
Spáð er hvassri suðlæg átt í fyrramálið þar sem hviður geta náð 35 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll á austanverðu landinu.

Hvessir í kvöld og má búast við stormi í fyrramálið
Djúp lægð er nú við suðvesturhluta Grænland og mun hún nálgast Ísland smám saman í dag. Það verður því hægt vaxandi suðlæg átt á landinu fyrri parts dags og væta með köflum, en þurrt og bjart fyrir austan.

Víða bjart norðantil
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, en nokkru hvassara sunnantil.

Lítið lát á austlægu áttunum
Lítið lát er á austlægu áttunum sem hafa verið viðvarandi í lengri tíma. Dálítil úrkoma er viðloðandi landið sunnan- og austanvert, en yfirleitt þurrt fyrir norðan og vestan.

Líkur á rigningu suðvestantil síðdegis
Áfram er útlit fyrir austlæga átt á landinu þar sem búast má við vindhraða víða á bilinu þrjú til tíu metra á sekúndu, en tíu til fimmtán lengst af við suðurströndina.

Áfram austanátt og hvassara sunnantil
Framundan er enn einn dagurinn með austanátt þar sem reiknað er með vindstyrkur víða fimm til þrettán metra á sekúndu, en þrettán til átján í vindstrengjum á sunnanverðu landinu.

Austlægar áttir næstu daga
Suður af landinu er nú víðáttumikil lægð sem mun halda að okkur austlægum áttum næstu daga. Yfirleitt má reikna með fimm til þrettán metrum á sekúndu en öllu hvassara með suðurströndinni.

Líkur á áframhaldandi moldroki suðvestanlands
Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi norðaustanátt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu í morgunsárið en fimm til þrettán metrum á sekúndu í kvöld. Búast má við dálítilli rigningu eða slydda á norðan- og austanverðu landinu en annars bjart að mestu.

Vindasamt syðst á landinu
Víðáttumikil lægð er nú suðaustur af Hvarfi á leið austur yfir Atlantshaf. Áhrifa hennar mun gæta að takmörkuðu leyti hér á landi en aðallega er það vindur sem við fáum frá henni og þá einna helst syðst á landinu, um 15 til 23 metra á sekúndu.

Dálítil úrkoma á víð og dreif
Veðurfræðingar Veðurstofunnar segja að lægðirnar eigi erfitt með að komast alveg til landsins þar sem hæð norðan við land haldi þeim að mestu frá. Samt ekki meir en svo að það hvessi af og til og þá einkum með suður- og suðausturströndinni sem og á Vestfjörðum.

Allhvasst á Vestfjörðum
Hægfara lægð rétt vestur af Skotlandi stýrir veðrinu í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustan kalda eða stinningskalda en allhvössu á Vestfjörðum.

Stormi spáð norðvestantil
„Á Norðursjó er alldjúp lægð sem þokast norðvestur og síðar vestur og stjórnar veðrinu hjá okkur,“ segir á vef Veðurstofu Íslands um veðurspá dagsins. Þar segir að í dag verði norðaustlæg átt og víða stinningskaldi eða allhvasst.

Áfram norðaustlæg átt og hiti að sex stigum
Lægðin sem olli illviðrinu í Evrópu í gær er nú yfir Norðursjó og þokast til norðvesturs. Áttin verður því áfram norðaustlæg í dag, víða gola, kaldi eða strekkingur og dálitlar skúrir eða él. Þó má reikna með að verði léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi.

Almennt rólegt veður en allhvassir vindstrengir suðaustantil
Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri hér á landi í dag, norðaustan kalda eða stinningskalda og skúrum eða éljum. Þó má reikna með þurru og björtu á Suður- og Suðvesturlandi, en suðaustantil á landinu má búast við allhvössum vindstrengjum.

Austlæg átt og heldur hvassara við suðurströndina
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en heldur hvassara við suðurströndina.

Bjart veður víðast hvar á landinu
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm tíu metrum á sekúndu en tíu til fimmtán metrum syðst á landinu. Bjart veður verður í fletum landshlutum en dálitlar skúrir eða él um landið austanvert.

Rólegheitaveður en stöku skúrir við sjávarsíðuna
Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegheitaveðri og skýjuðu með köflum eða bjartviðri í dag. Þó má gera ráð fyrir stöku skúrum eða slydduéljum úti við sjávarsíðuna.

Litlar breytingar á veðrinu fram yfir helgi
Vestur af Írlandi er víðáttumikil lægð sem heldur austlægum áttum að landinu. Það er því útlit fyrir litlar breytingar í veðrinu fram yfir helgi.

Fremur hægur vindur en hvassara með suðurströndinni
Það eru litlar breytingar á veðrinu á landinu þessa dagana þar sem austlæg átt verður ríkjandi í dag og næstu daga. Hún verður yfirleitt fremur hæg en strekkingur eða allhvass vindur á köflum með suðurströndinni.

Víðáttumikil lægð stýrir veðrinu næstu daga
Víðáttumikil lægð er nú stödd langt suður af landinu og mun hún stjórna veðrinu á landinu næstu daga.

Hægur vindur, bjart með köflum og yfirleitt þurrt
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag, björtu með köflum eða léttskýjaðu og yfirleitt þurrt.

Rigning og slydda norðan- og austantil
Lítil og veikluleg lægð er nú stödd við austurströndina og er útlit fyrir norðan þremur til tíu metrum á sekúndu um landið norðaustan- og austanvert. Með því fylgir rigning eða slydda af og til og snjókoma til fjalla.

Skaplegra veður í vændum
Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið.

Hlý suðaustanátt en mikil rigning suðaustantil
Landsmenn mega eiga von á hlýrri suðaustanátt og þokkalegum blæstri í dag, en þó ekki eins hvössum og var í gær. Veðurstofan spáir að það verði úrkomulítið á Norðurlandi, en annars rigning, einkum sunnantil.

Gul viðvörun og flugferðum aflýst fram yfir hádegi
Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum.

Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld
Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld.

Hviður gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu
Hlýtt og rakt loft streymir nú til landsins úr suðri og má því reikna með suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrum á sekúndu og þá hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil og á Snæfellsnesi.