Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Brimgarðar ehf., sem eru í eigu systkinanna sem kennd eru við Mata, eiga nú tuttugu prósenta hlut í Eik fasteignafélagi. Félagið keypti hluti fyrir alls 238 milljónir króna á föstudag. Systkinin eiga í gegnum önnur félög önnur 13,6 prósent í Eik. Viðskipti innlent 7.4.2025 13:50
Fátt rökrétt við lækkanirnar Hlutabréfagreinandi segir ljóst að verðlækkanir á hlutabréfum hér á landi megi rekja til þess að fjárfestar leitast nú við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Lítil rök séu á bak við lækkanir, til að mynda á íslenskum arðgreiðslufélögum sem enga tengingu hafa við Bandaríkjamarkað. Viðskipti innlent 7.4.2025 12:32
Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Vöruviðskipti voru óhagstæð um 38,6 milljarða í mars sem er nokkuð verri niðurstaða en í sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta segja bráðabirgðatölur Hagstofunnar. Þá voru vöruviðskiptin óhagstæð um 29,1 milljarð króna. Viðskipti innlent 7.4.2025 11:44
Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent 6.4.2025 13:21
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann kveðst engan skilning hafa á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. Viðskipti innlent 5.4.2025 23:55
Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Ísland á hverju ári nálgast óðfluga hundrað þúsund talsins. Vonir standa til að beint flug hefjist á milli landanna innan næstu tveggja ára. Viðskipti innlent 4.4.2025 23:01
Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. Viðskipti innlent 4.4.2025 19:02
Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Viðskipti innlent 4.4.2025 18:09
Guðmundur í Brimi nýr formaður Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í Hörpu í dag. Viðskipti innlent 4.4.2025 16:32
Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Díana Dögg Víglundsdóttir og Einar Hrafn Stefánsson hafa verið ráðin til hugbúnaðarfyrirtækisins Reon. Viðskipti innlent 4.4.2025 12:52
Kristjana til ÍSÍ Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót. Viðskipti innlent 4.4.2025 12:30
Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. Viðskipti innlent 4.4.2025 11:53
Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Einungis fjórtán prósent fengust upp í samþykktar kröfur í þrotabú Bakarís Jóa Fel. Lýstar kröfur námu 330 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.4.2025 11:10
Kaupmáttur jókst á milli ára Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra. Viðskipti innlent 4.4.2025 09:35
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. Viðskipti innlent 4.4.2025 09:31
Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri. Viðskipti innlent 4.4.2025 08:02
„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn. Viðskipti innlent 3.4.2025 22:01
ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Viðskipti innlent 3.4.2025 19:50
Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. Viðskipti innlent 3.4.2025 16:31
Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:45
Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:43
Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:28
Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Sveinn Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs hjá Samorku, með starfsstöð í Brussel og einnig í Reykjavík. Viðskipti innlent 3.4.2025 13:49
Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Viðskipti innlent 3.4.2025 13:24
Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Bílaleigan Hertz hefur tekið yfir rekstur bílaleigumerkjanna Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental á Íslandi. Viðskipti innlent 3.4.2025 11:41