Grísk tzatziki-ídýfa

Gúrka 1 stk. stk. Salt Hreint skyr, hrært 100 g Hrein jógúrt 1/2 dós Hvítlauksgeirar 2-4 (eftir smekk) Ólívuolía 2 msk. Nýmalaður piparÓlívur til skreytingar · Gúrkan rifin gróft á rifjárni og síðan sett í sigti, svolitlu salti stráð yfir og farg lagt ofan á (til dæmis diskur sem passar í sigtið og síðan niðursuðudós eða eitthvað annað þar ofan á). · Sett yfir skál og látið standa í að minnsta kosti hálftíma. Gott er að þrýsta farginu niður öðru hverju til að pressa sem allra mest af safanum úr. · Skyr og jógúrt hrært saman í skál, hvítlaukurinn pressaður yfir og síðan er ólífuolíu, pipar og rifnu gúrkunni hrært saman við. · Smakkað og ef til vill bragðbætt með meiri pipar og salti. Kælt dálitla stund og síðan borið fram í skál, hugsanlega skreytt með ólívum.