Ríkið þarf að spara 17. júní 2004 00:01 Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar