Stórhuga leið 22. júní 2004 00:01 Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar