Flokkur í álögum 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar