
Menning
Draga úr sæðisframleiðslu
Ný rannsókn leiðir í ljós að farsími í vasa eða belti karlmanna getur dregið úr sæðisframleiðslu um allt að 30%. Rannsóknin, sem gerð var í Ungverjalandi, bendir til þess að farsímar hafi bæði áhrif á magn sæðisfrumna og hreyfanleika þeirra frumna sem lifa af geislun frá símunum.