Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. apríl 2025 07:03 Myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson var að opna sýninguna Engar harðar tilfinningar/No Hard Feelings í Fantasíu að Austurstræti. Aðsend „Ég er ekki að reyna að predika eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson sem var að opna sýninguna Engar harðar tilfinningar eða No hard feelings. Heimir, sem er búsettur í Los Angeles, er að halda fyrstu einkasýningu sína hérlendis í sjö ár en blaðamaður ræddi við hann um listina og lífið í LA. Dró foreldrana í ískalda fuglaskoðun Heimir, sem er fæddur árið 1975, hefur unnið í heimi listarinnar síðustu áratugi og sýnt víða um heim en stefnan var ekki alltaf sett þangað. „Mig ætlaði að verða fuglafræðingur þegar ég var ungur drengur, ég var hreinlega algert nörd með það. Alltaf langyngstur í fuglaskoðunarferðum Fuglaverndunarfélagsins og fékk foreldra mína til að fara ansi snemma um vor í fuglaskoðunarferð til Mývatns, á ísköldu tjaldstæði þar sem enginn annar var. Svo hreinlega fór þessi áhugi í dvala á unglingsárunum þegar annað tók við eins og tónlist, en kom svo aftur upp í gegnum myndlistina mörgum árum seinna.“ Allt breyttist þegar hljóðið varð óþarft Heimir vann löngum í tónlist en ástríðan þróaðist svo yfir í myndlist. „Það kemur til vegna þess ég var að vinna með hljóð sem ég vildi gera sýnilegt. Ég var að gera tilraunakennda raftónlist og fór í nám í hljóðfræði við Konunglega tónlistaháskólann í Haag, sem leiddi síðan til þess að ég komst inn í Gerrit Rietveld Listakademíuna í Amsterdam að vinna með hljóð-innsetningar. Ég var að tilraunast með innsetningar þar sem áhorfandinn var í raun að sjá með eyrunum, en svo allt í einu uppgötvaði ég að hljóðið var orðið óþarfi, og ekkert varð aftur eins eftir það.“ Heimir Björgúlfsson hefur komið víða við í listinni.Aðsend Hann segir alltaf mjög gott að koma og sýna á Íslandi. Sýningin er í Fantasíu salnum á Vinnustofu Kjarval að Austurstræti og stendur til 10. ágúst. „Það er mér mikilvægt að halda tengslum við og vera hluti af íslensku myndlistarsenunni. Nú er þetta fyrsta einkasýning mín í Reykjavík í sjö ár og þess vegna var það einstaklega gaman að sýna þessi nýju verk.“ Vill að verkin eignist sitt líf Heimi finnst ekkert mál að sleppa tökum á listaverkunum og sýna þau. „Því ég geri verk svo þau fari út í heiminn og eigi sitt eigið líf, þetta eru allt börnin manns sem manni þykir auðvitað vænt um. Það er þess vegna mikilvægt að þau eignist góð heimili og séu vel metin þar sem þau enda, ef svo mætti að orði komast.“ Yfirlit af sýningu Heimis í Fantasíu.Aðsend Þá sé alltaf öðruvísi að sýna hérlendis en erlendis. „Að opna sýningu á Íslandi er eiginlega miklu skemmtilegra. Þá er hægt að bjóða fjölskyldu, vinum og kunningjum að sjá. Það er eins og einhverskonar endurfundir. Líka þegar ég sýni í Los Angeles. En oftast hefur maður ekki tækifæri til þess þegar þú opnar á fjarlægum stöðum. Það er kannski svolítið mismunandi að sýna á hverjum stað í heiminum sem ég hef sýnt. En annars fer það allt eftir stað og stund hvernig sýningar eru, þær geta verið svo margbreytilegar.“ Eru dýr jafn langrækin og fólk? Titillinn Engar harðar tilfinningar / No Hard Feelings er beintengdur náttúrunni. „Ég var að hugsa um hvernig náttúran horfir til baka á okkur. Og hvernig við sem manneskjur setjum allar aðrar tegundir í samhengi við okkur og okkar viðmið, reynslu og skynjanir. Eru önnur dýr meðvituð um einhverja eða alla þessa niðurrifsstarfsemi sem mannkynið hefur verið að alveg síðan við þróuðumst úr frumstæðari tegund í fólk? Eru dýr jafn langrækin og fólk, eða reyna þau eins og mörg okkar, að horfa frekar fram á við frekar en að velta sér upp úr því sem liðið er?“ Verkið Engar harðar tilfinningar.Heimir Björgúlfsson Heimir fór upphaflega til Los Angeles fyrir tuttugu árum síðan til þess að vera listamaður á residensíu í þrá mánuði á stað sem heitir Raid Projects. Þrír mánuðir áttu eftir að verða mörg ár. „Mér fannst það auðvitað frábært að eyða sumrinu í Kaliforníu og enda svo residensíuna með einkasýningu. En ég fann strax fyrir því hvað það átti vel við mig að vinna hérna í þessu fjölbreytta umhverfi, þannig ég var byrjaður að hugsa um hvort ég ætti ekki að framlengja dvölinni. Það sem gerði útslagið var að ég hitt konuna mína sem er héðan. Þá var þetta engin ákvörðun lengur, ég tilheyri þeim stofni karlmanna sem elta konuna sína yfir hálfan hnöttinn.“ Sól meira en 300 daga ársins Hann segir flesta daga vestanhafs ekki svo fjölbreytta. „Ég vakna snemma og er mættur á vinnustofuna en ég er svo heppinn að hún er í hinum enda lóðarinnar sem húsið okkar stendur á. Svo sæki ég dóttur mína í skólann seinna í eftirmiðdaginn og eyði það sem eftir er dags ýmist með henni og konunni eða vinnandi. Ég tek mér nú samt yfirleitt frí á sunnudögum og geri eitthvað með fjölskyldunni. Flestir dagar eru ekki skrautlegri en svo. En auðvitað hef ég í gegnum tíðina eytt óratíma í að skoða þetta risaflæði sem er borgin sem ég bý í og ferðast um alla Suður Kaliforníu. Þá er oft hluti af vinnunni til dæmis að fara út í eyðimörk að ljósmynda eða til Mexíkó sem er aðeins tveggja tíma akstur.“ Hann segir allt af öllu í Kaliforníu, bæði góðu og slæmu. „Hér er enginn einn púls á neinu einu, þjóðfélagið er svo fjölbreytt og flókið að það er hálf ótrúlegt hvernig þessi hrærigrautur fúnksjónerar, en gerir það og er mjög heillandi fyrir vikið. Svo er loftslagið ekkert til að kvarta undan, sól meira en 300 daga ársins. Ég held ég hafi starað á öll pálmatrén fyrsta mánuðinn sem ég var hér, þau voru eitthvað svo framandi fyrir mér að vera svona hversdagsleg. Fyrst þegar ég flutti var menningarsjokkið að sjá allt heimilislausa fólkið hér sem er svakalegt þjóðfélags vandamál, auðskiptingin er sláandi. Þú sérð alveg ríkasta ríkt ekki langt frá þeim sem eru heimilislausir og eiga ekkert. Vegalengdir geta líka verið ansi langar í alveg ferlegri bílaumferð. Svo skulum við bara ekki einu sinni ræða hversu stressandi stjórnmál geta verið í þessu landi, hreinlega alveg geðklofa land í heild sem er eins og 50 lönd, hvert fylki er eins og sitt eigið land.“ Vill seint reyna að vera annað en Íslendingur Það hefur alltaf verið Heimi mikilvægt að halda góðum tengslum við Ísland. „Ég er Íslendingur þótt ég sé auðvitað orðinn alger kani líka. En Ísland er svo magnað land sem sker sig úr á svo margan hátt að ég held ég vilji seint reyna að vera eitthvað annað.“ View this post on Instagram A post shared by Heimir Björgúlfsson (@heimir_bjorgulfsson) Sýningin sem prýðir fantasíusalinn er opin alla virka daga og sýningarstjórar eru Ástríður Magnúsdóttir og Skúli Gunnlaugsson. „Það sem ég er að reyna að gera með verkunum í þessari sýningu er að vekja spurningar um hvernig tilfinningar áhorfandi verksins hefur gagnvart því sem við erum að gera öðrum dýrategundum og umhverfinu. Ég er ekki að reyna að predika, eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir Heimir að lokum. Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Dró foreldrana í ískalda fuglaskoðun Heimir, sem er fæddur árið 1975, hefur unnið í heimi listarinnar síðustu áratugi og sýnt víða um heim en stefnan var ekki alltaf sett þangað. „Mig ætlaði að verða fuglafræðingur þegar ég var ungur drengur, ég var hreinlega algert nörd með það. Alltaf langyngstur í fuglaskoðunarferðum Fuglaverndunarfélagsins og fékk foreldra mína til að fara ansi snemma um vor í fuglaskoðunarferð til Mývatns, á ísköldu tjaldstæði þar sem enginn annar var. Svo hreinlega fór þessi áhugi í dvala á unglingsárunum þegar annað tók við eins og tónlist, en kom svo aftur upp í gegnum myndlistina mörgum árum seinna.“ Allt breyttist þegar hljóðið varð óþarft Heimir vann löngum í tónlist en ástríðan þróaðist svo yfir í myndlist. „Það kemur til vegna þess ég var að vinna með hljóð sem ég vildi gera sýnilegt. Ég var að gera tilraunakennda raftónlist og fór í nám í hljóðfræði við Konunglega tónlistaháskólann í Haag, sem leiddi síðan til þess að ég komst inn í Gerrit Rietveld Listakademíuna í Amsterdam að vinna með hljóð-innsetningar. Ég var að tilraunast með innsetningar þar sem áhorfandinn var í raun að sjá með eyrunum, en svo allt í einu uppgötvaði ég að hljóðið var orðið óþarfi, og ekkert varð aftur eins eftir það.“ Heimir Björgúlfsson hefur komið víða við í listinni.Aðsend Hann segir alltaf mjög gott að koma og sýna á Íslandi. Sýningin er í Fantasíu salnum á Vinnustofu Kjarval að Austurstræti og stendur til 10. ágúst. „Það er mér mikilvægt að halda tengslum við og vera hluti af íslensku myndlistarsenunni. Nú er þetta fyrsta einkasýning mín í Reykjavík í sjö ár og þess vegna var það einstaklega gaman að sýna þessi nýju verk.“ Vill að verkin eignist sitt líf Heimi finnst ekkert mál að sleppa tökum á listaverkunum og sýna þau. „Því ég geri verk svo þau fari út í heiminn og eigi sitt eigið líf, þetta eru allt börnin manns sem manni þykir auðvitað vænt um. Það er þess vegna mikilvægt að þau eignist góð heimili og séu vel metin þar sem þau enda, ef svo mætti að orði komast.“ Yfirlit af sýningu Heimis í Fantasíu.Aðsend Þá sé alltaf öðruvísi að sýna hérlendis en erlendis. „Að opna sýningu á Íslandi er eiginlega miklu skemmtilegra. Þá er hægt að bjóða fjölskyldu, vinum og kunningjum að sjá. Það er eins og einhverskonar endurfundir. Líka þegar ég sýni í Los Angeles. En oftast hefur maður ekki tækifæri til þess þegar þú opnar á fjarlægum stöðum. Það er kannski svolítið mismunandi að sýna á hverjum stað í heiminum sem ég hef sýnt. En annars fer það allt eftir stað og stund hvernig sýningar eru, þær geta verið svo margbreytilegar.“ Eru dýr jafn langrækin og fólk? Titillinn Engar harðar tilfinningar / No Hard Feelings er beintengdur náttúrunni. „Ég var að hugsa um hvernig náttúran horfir til baka á okkur. Og hvernig við sem manneskjur setjum allar aðrar tegundir í samhengi við okkur og okkar viðmið, reynslu og skynjanir. Eru önnur dýr meðvituð um einhverja eða alla þessa niðurrifsstarfsemi sem mannkynið hefur verið að alveg síðan við þróuðumst úr frumstæðari tegund í fólk? Eru dýr jafn langrækin og fólk, eða reyna þau eins og mörg okkar, að horfa frekar fram á við frekar en að velta sér upp úr því sem liðið er?“ Verkið Engar harðar tilfinningar.Heimir Björgúlfsson Heimir fór upphaflega til Los Angeles fyrir tuttugu árum síðan til þess að vera listamaður á residensíu í þrá mánuði á stað sem heitir Raid Projects. Þrír mánuðir áttu eftir að verða mörg ár. „Mér fannst það auðvitað frábært að eyða sumrinu í Kaliforníu og enda svo residensíuna með einkasýningu. En ég fann strax fyrir því hvað það átti vel við mig að vinna hérna í þessu fjölbreytta umhverfi, þannig ég var byrjaður að hugsa um hvort ég ætti ekki að framlengja dvölinni. Það sem gerði útslagið var að ég hitt konuna mína sem er héðan. Þá var þetta engin ákvörðun lengur, ég tilheyri þeim stofni karlmanna sem elta konuna sína yfir hálfan hnöttinn.“ Sól meira en 300 daga ársins Hann segir flesta daga vestanhafs ekki svo fjölbreytta. „Ég vakna snemma og er mættur á vinnustofuna en ég er svo heppinn að hún er í hinum enda lóðarinnar sem húsið okkar stendur á. Svo sæki ég dóttur mína í skólann seinna í eftirmiðdaginn og eyði það sem eftir er dags ýmist með henni og konunni eða vinnandi. Ég tek mér nú samt yfirleitt frí á sunnudögum og geri eitthvað með fjölskyldunni. Flestir dagar eru ekki skrautlegri en svo. En auðvitað hef ég í gegnum tíðina eytt óratíma í að skoða þetta risaflæði sem er borgin sem ég bý í og ferðast um alla Suður Kaliforníu. Þá er oft hluti af vinnunni til dæmis að fara út í eyðimörk að ljósmynda eða til Mexíkó sem er aðeins tveggja tíma akstur.“ Hann segir allt af öllu í Kaliforníu, bæði góðu og slæmu. „Hér er enginn einn púls á neinu einu, þjóðfélagið er svo fjölbreytt og flókið að það er hálf ótrúlegt hvernig þessi hrærigrautur fúnksjónerar, en gerir það og er mjög heillandi fyrir vikið. Svo er loftslagið ekkert til að kvarta undan, sól meira en 300 daga ársins. Ég held ég hafi starað á öll pálmatrén fyrsta mánuðinn sem ég var hér, þau voru eitthvað svo framandi fyrir mér að vera svona hversdagsleg. Fyrst þegar ég flutti var menningarsjokkið að sjá allt heimilislausa fólkið hér sem er svakalegt þjóðfélags vandamál, auðskiptingin er sláandi. Þú sérð alveg ríkasta ríkt ekki langt frá þeim sem eru heimilislausir og eiga ekkert. Vegalengdir geta líka verið ansi langar í alveg ferlegri bílaumferð. Svo skulum við bara ekki einu sinni ræða hversu stressandi stjórnmál geta verið í þessu landi, hreinlega alveg geðklofa land í heild sem er eins og 50 lönd, hvert fylki er eins og sitt eigið land.“ Vill seint reyna að vera annað en Íslendingur Það hefur alltaf verið Heimi mikilvægt að halda góðum tengslum við Ísland. „Ég er Íslendingur þótt ég sé auðvitað orðinn alger kani líka. En Ísland er svo magnað land sem sker sig úr á svo margan hátt að ég held ég vilji seint reyna að vera eitthvað annað.“ View this post on Instagram A post shared by Heimir Björgúlfsson (@heimir_bjorgulfsson) Sýningin sem prýðir fantasíusalinn er opin alla virka daga og sýningarstjórar eru Ástríður Magnúsdóttir og Skúli Gunnlaugsson. „Það sem ég er að reyna að gera með verkunum í þessari sýningu er að vekja spurningar um hvernig tilfinningar áhorfandi verksins hefur gagnvart því sem við erum að gera öðrum dýrategundum og umhverfinu. Ég er ekki að reyna að predika, eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir Heimir að lokum.
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira