Fólk óánægt með sektirnar 16. júlí 2004 00:01 Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið starfinu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í Ráðhúsinu. "Það var stundum talsvert álag að vera úti við stöðumælavörsluna, fólk er auðvitað aldrei ánægt með sektirnar og lætur það stundum bitna á vörðunum. En við erum bara að vinna starfið okkar," segir Arnar. Nú sér Arnar um bílastæðahúsið undir Ráðhúsinu og stæðið í Vonarstræti og hefur aðsetur inni í Ráðhúsi. "Mér líka þetta vel, starfið er auðvitað frekar einhæft en á móti kemur að hér er margt skemmtilegt fólk og góður andi. Ég vinn alla virka daga frá 8-18 og er á bakvöktum þriðju hverja helgi. Bakvaktirnar felast meðal annars í að opna fyrir fólki sem hefur orðið innlyksa með bílana sína í bílastæðahúsum, en það gerist þó æ sjaldnar. Dagsdaglega hef ég umsjón með bílastæðunum, sel út laus stæði og passa að alltaf séu laus stæði fyrir fólk sem hefur keypt sér mánaðarkort. Ég aðstoða líka ef fólk lendir í vandræðum með sjálfsalann og þvíumlíkt." Arnar segist ekki fá miklar kvartanir enda séu ákveðnar vinnureglur í gangi. "Við bjóðum fólki einfaldlega að fylla út kvörtunareyðublöð og sendum þau svo til Bílastæðasjóðs sem skoðar málið." Hann segist ekki kvarta yfir kaupinu, en yfirvinnan sé auðvitað það sem heldur kaupinu uppi. "Svo eru ákveðin fríðindi, við fáum föt, afslátt af matarmiðum í Ráðhúsinu og frítt í strætó." En bílastæði? "Jú, við höfum bílastæði, en þurfum að víkja ef allt er orðið fullt," segir Arnar, og tekur undir að bílastæðin í miðbænum séu ekki nógu mörg. Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið starfinu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í Ráðhúsinu. "Það var stundum talsvert álag að vera úti við stöðumælavörsluna, fólk er auðvitað aldrei ánægt með sektirnar og lætur það stundum bitna á vörðunum. En við erum bara að vinna starfið okkar," segir Arnar. Nú sér Arnar um bílastæðahúsið undir Ráðhúsinu og stæðið í Vonarstræti og hefur aðsetur inni í Ráðhúsi. "Mér líka þetta vel, starfið er auðvitað frekar einhæft en á móti kemur að hér er margt skemmtilegt fólk og góður andi. Ég vinn alla virka daga frá 8-18 og er á bakvöktum þriðju hverja helgi. Bakvaktirnar felast meðal annars í að opna fyrir fólki sem hefur orðið innlyksa með bílana sína í bílastæðahúsum, en það gerist þó æ sjaldnar. Dagsdaglega hef ég umsjón með bílastæðunum, sel út laus stæði og passa að alltaf séu laus stæði fyrir fólk sem hefur keypt sér mánaðarkort. Ég aðstoða líka ef fólk lendir í vandræðum með sjálfsalann og þvíumlíkt." Arnar segist ekki fá miklar kvartanir enda séu ákveðnar vinnureglur í gangi. "Við bjóðum fólki einfaldlega að fylla út kvörtunareyðublöð og sendum þau svo til Bílastæðasjóðs sem skoðar málið." Hann segist ekki kvarta yfir kaupinu, en yfirvinnan sé auðvitað það sem heldur kaupinu uppi. "Svo eru ákveðin fríðindi, við fáum föt, afslátt af matarmiðum í Ráðhúsinu og frítt í strætó." En bílastæði? "Jú, við höfum bílastæði, en þurfum að víkja ef allt er orðið fullt," segir Arnar, og tekur undir að bílastæðin í miðbænum séu ekki nógu mörg.
Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira