Kúvent í afstöðu til Davíðs 20. september 2004 00:01 Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira