Umhugsunarefni fyrir flokkana 21. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun