Stófelldar kerfisbreytingar 13. október 2005 14:41 Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira