Villandi málflutningur um fjárlög 6. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira