Innlent

Kona í gæslu­varð­haldi í tengslum við and­lát

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögregla verst allra fregna af málinu. Myndin er úr safni.
Lögregla verst allra fregna af málinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Kona á þrítugsaldri var á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við andlát karlmanns um áttrætt sem tengdist henni fjölskylduböndum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hinn látni faðir konunnar.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom málið upp snemma á föstudagsmorgun og var konan leidd fyrir dómara síðar sama dag þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun málið vera til rannsóknar hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það hefur þó ekki fengist staðfest af hálfu lögreglu. Í samtali við fréttastofu kveðst yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu ekkert geta staðfest og verst allra fregna af málinu.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært laugardaginn 13. apríl kl. 09:18:

Í morgun barst tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæði þar sem fram kemur að kona um þrítugt hafi í fyrrakvöld verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í fyrrakvöld til miðvikudagsins 16. apríl á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Sjá einnig: Handtekin vegna andláts föðurs síns

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×