Bandaríkjamenn fá flest verðlaun 13. október 2004 00:01 Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira