Sjávarhiti mildar norðanáttina 13. október 2004 00:01 Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira