Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar.
Þar kemur fram að fjórir stærstu skjálftarnir hafi verið um 3 að stærð og verið staðsettir norðvestur við Kleifarvatn og á Reykjanestá.
Þó GPS-mælingar sýni „nokkuð greinileg merki“ um að landris sé hafið undir Svartsengi þurfi að bíða í nokkra daga til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi.
Eldgosið hófst 1. apríl síðastliðinn og lauk rétt rúmum tveimur sólarhringum síðar. Jarðskjálftavirkni hefur mælst áfram á svæðinu en þó hefur dregið töluvert úr henni.
