Leynivopnið í eldhúsinu 28. október 2004 00:01 "Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu... Matur Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu...
Matur Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira