Kristinn fagnar könnun 8. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju." Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju."
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira