Hugmynd komið í verk 18. nóvember 2004 00:01 "Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum. Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum.
Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira