Þeir tekjuháu fá mest 29. nóvember 2004 00:01 Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira