Gruna miltisbrand í álagablettum 2. desember 2004 00:01 Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira