Maðurinn með píanóið 6. desember 2004 00:01 Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909. Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909.
Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira