Réttur jafn mætti? 8. desember 2004 00:01 Þegar fögnuðurinn yfir stríðinu í Írak var sem mestur á meðal stuðningsmanna núverandi stjórnvalda í Washington fengum við oft að heyra um drauma þeirra um framtíðina í heimsmálum. Draumarnir snerust ekki einungis um viðurkenningu arabaheimsins á stækkuðu Ísraelsríki, þótt menn virtust alltaf undarlega uppteknir af þeim tiltekna draumi, heldur einnig um miklu almennari og stærri hluti. Stóri draumurinn snerist í reynd um almenna viðurkenningu á því að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki miklu hlutverki að gegna í heimsmálunum og að réttur Bandaríkjanna skyldi vera jafn mætti þeirra. Litli draumurinn gerði ráð fyrir því að ræturnar að óánægju manna með hernám Ísraels á Palestínu og vaxandi andúð á Bandaríkjunum um öll Mið-Austurlönd væri að finna í áróðri meingallaðra einstaklinga eins og Saddams Hussein og Yassers Arafat. Sá draumur er að breytast í matröð. En stóri draumurinn er enn jafn vinsæll vestanhafs. Fyrir þá sem þekkja til valdaleysis Sameinuðu þjóðanna getur hann stundum virkað jafn galinn og sá fyrri. Hann á sér hins vegar rætur í raunverulegu átakaefni sem er mikilvægara en flest annað í alþjóðamálum. Þar er um að ræða nær aldargamla tilraun manna til þess að byggja upp net alþjóðalaga og kerfi alþjóðastofnana með það fyrir augum að almenn lög frekar en sértækt vald verði ráðandi alþjóðakerfinu. Bandaríkjamenn og Bretar stóðu öðrum framar í að byggja upp þetta kerfi enda virtist það ekki aðeins ríma við almennar pólitískar hugsjónir innan þessara tveggja heimsvelda, heldur samrýmdist það mjög vel efnahagslegum hagsmunum þeirra af frjálsum, öruggum og opnum alþjóðaviðskiptum. Á síðari árum, og alveg sérstaklega eftir valdatöku núverandi forseta, hafa Bandaríkjamenn hins vegar gert flest sem þeir geta til að lama viðleitni til uppbyggingar alþjóðlegra laga og stofnana. Sú stefna er auðvitað í fullu samræmi við þá grundvallarkennisetningu sem orðið hefur ofan á í Bandaríkjunum að ekkert alþjóðlegt vald megi takmarka svigrúm Bandaríkjanna til að gæta eigin hagsmuna sem teygja sig um alla jörðina. Í þessu sambandi nægir að minna á tilraunir Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól, baráttu þeirra gegn Kyotosáttmálanum og ítrekaðar ákvarðanir um að sniðganga öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða hefur líka um nokkurt skeið birst í eindregnum áróðri stjórnvalda og stjórnmálamanna þar vestra gegn Sameinuðu þjóðunum, sem hefur tekið á sig ýmsar myndir, nú síðast með aðför að Kofi Annan eftir að hann sagði innrásina í Írak vera ólöglega. Í gagnrýninni er auðvitað að finna réttmætar athugasemdir. Sameinuðu þjóðirnar eru máttlaus stofnun. Þar innan dyra er margt ágætt fólk en það virðist ekki nýtast samtökunum því fáir munu halda því fram að starf SÞ einkennist af fagmennsku, skilvirkni, skýrleika eða jafnvel heiðarleika. Umræðan bæði vestan hafs og austan líður hins vegar fyrir alls kyns misskilning á því hvað Sameinuðu þjóðirnar eru. Mikilvægasta stofnun SÞ og sú eina sem hefur einhver völd, öryggisráðið, er í reynd ekki stofnun, heldur fundarstaður stórvelda. Þetta er hins vegar ekki hlutlaus fundarstaður heldur vettvangur þar sem jafnvel stórveldi heimsins verða að lúta skýrum og ákveðnum reglum. Ef þau vilja knýja fram vilja sinn verða þau að hafa ástæður fyrir því sem ekki grundvallast á einkahagsmunum heldur á raunverulegri ógn við öryggi þeirra sjálfra eða á ógn við frið í heiminum. Fimm stórveldi hafa þarna neitunarvald og tólf ríki kjörin til takmarkaðs tíma hafa þarna atkvæðisrétt sem skiptir þó engu ef stórveldi kýs að beita neitunarvaldi. Flest ríki SÞ hafa einhvern tímann setið þarna og nú sækjast Íslendingar eftir slíkum sessi. Samsetning öryggisráðsins er gagnrýnisverð, þarna ráða einfaldleg stórveldin sem sigruðu í seinni heimsstyrjöldinni. Bandaríkjamenn hafa fallist á að bæta Japan í hóp stórveldanna en flestir telja að tíu eða tólf leiðandi ríki heims þurfi að eiga þarna föst sæti auk álíka margra sem kosin yrðu til tvggja ára. Samsetningin skiptir miklu en meginatriðið er hins vegar spurningin um hvort ríki heims eigi að sætta sig við almennar reglur í alþjóðakerfinu og viðeigandi kerfi stofnana til að hafa eftirlit með því hvort þær eru haldnar. Sem stendur berjast Bandaríkin gegn þeirri almennu hugmynd. Kofi Annan hafði rétt fyrir sér um daginn þegar hann sagði Sameinuðu þjóðirnar standa á krossgötum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Þegar fögnuðurinn yfir stríðinu í Írak var sem mestur á meðal stuðningsmanna núverandi stjórnvalda í Washington fengum við oft að heyra um drauma þeirra um framtíðina í heimsmálum. Draumarnir snerust ekki einungis um viðurkenningu arabaheimsins á stækkuðu Ísraelsríki, þótt menn virtust alltaf undarlega uppteknir af þeim tiltekna draumi, heldur einnig um miklu almennari og stærri hluti. Stóri draumurinn snerist í reynd um almenna viðurkenningu á því að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki miklu hlutverki að gegna í heimsmálunum og að réttur Bandaríkjanna skyldi vera jafn mætti þeirra. Litli draumurinn gerði ráð fyrir því að ræturnar að óánægju manna með hernám Ísraels á Palestínu og vaxandi andúð á Bandaríkjunum um öll Mið-Austurlönd væri að finna í áróðri meingallaðra einstaklinga eins og Saddams Hussein og Yassers Arafat. Sá draumur er að breytast í matröð. En stóri draumurinn er enn jafn vinsæll vestanhafs. Fyrir þá sem þekkja til valdaleysis Sameinuðu þjóðanna getur hann stundum virkað jafn galinn og sá fyrri. Hann á sér hins vegar rætur í raunverulegu átakaefni sem er mikilvægara en flest annað í alþjóðamálum. Þar er um að ræða nær aldargamla tilraun manna til þess að byggja upp net alþjóðalaga og kerfi alþjóðastofnana með það fyrir augum að almenn lög frekar en sértækt vald verði ráðandi alþjóðakerfinu. Bandaríkjamenn og Bretar stóðu öðrum framar í að byggja upp þetta kerfi enda virtist það ekki aðeins ríma við almennar pólitískar hugsjónir innan þessara tveggja heimsvelda, heldur samrýmdist það mjög vel efnahagslegum hagsmunum þeirra af frjálsum, öruggum og opnum alþjóðaviðskiptum. Á síðari árum, og alveg sérstaklega eftir valdatöku núverandi forseta, hafa Bandaríkjamenn hins vegar gert flest sem þeir geta til að lama viðleitni til uppbyggingar alþjóðlegra laga og stofnana. Sú stefna er auðvitað í fullu samræmi við þá grundvallarkennisetningu sem orðið hefur ofan á í Bandaríkjunum að ekkert alþjóðlegt vald megi takmarka svigrúm Bandaríkjanna til að gæta eigin hagsmuna sem teygja sig um alla jörðina. Í þessu sambandi nægir að minna á tilraunir Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól, baráttu þeirra gegn Kyotosáttmálanum og ítrekaðar ákvarðanir um að sniðganga öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða hefur líka um nokkurt skeið birst í eindregnum áróðri stjórnvalda og stjórnmálamanna þar vestra gegn Sameinuðu þjóðunum, sem hefur tekið á sig ýmsar myndir, nú síðast með aðför að Kofi Annan eftir að hann sagði innrásina í Írak vera ólöglega. Í gagnrýninni er auðvitað að finna réttmætar athugasemdir. Sameinuðu þjóðirnar eru máttlaus stofnun. Þar innan dyra er margt ágætt fólk en það virðist ekki nýtast samtökunum því fáir munu halda því fram að starf SÞ einkennist af fagmennsku, skilvirkni, skýrleika eða jafnvel heiðarleika. Umræðan bæði vestan hafs og austan líður hins vegar fyrir alls kyns misskilning á því hvað Sameinuðu þjóðirnar eru. Mikilvægasta stofnun SÞ og sú eina sem hefur einhver völd, öryggisráðið, er í reynd ekki stofnun, heldur fundarstaður stórvelda. Þetta er hins vegar ekki hlutlaus fundarstaður heldur vettvangur þar sem jafnvel stórveldi heimsins verða að lúta skýrum og ákveðnum reglum. Ef þau vilja knýja fram vilja sinn verða þau að hafa ástæður fyrir því sem ekki grundvallast á einkahagsmunum heldur á raunverulegri ógn við öryggi þeirra sjálfra eða á ógn við frið í heiminum. Fimm stórveldi hafa þarna neitunarvald og tólf ríki kjörin til takmarkaðs tíma hafa þarna atkvæðisrétt sem skiptir þó engu ef stórveldi kýs að beita neitunarvaldi. Flest ríki SÞ hafa einhvern tímann setið þarna og nú sækjast Íslendingar eftir slíkum sessi. Samsetning öryggisráðsins er gagnrýnisverð, þarna ráða einfaldleg stórveldin sem sigruðu í seinni heimsstyrjöldinni. Bandaríkjamenn hafa fallist á að bæta Japan í hóp stórveldanna en flestir telja að tíu eða tólf leiðandi ríki heims þurfi að eiga þarna föst sæti auk álíka margra sem kosin yrðu til tvggja ára. Samsetningin skiptir miklu en meginatriðið er hins vegar spurningin um hvort ríki heims eigi að sætta sig við almennar reglur í alþjóðakerfinu og viðeigandi kerfi stofnana til að hafa eftirlit með því hvort þær eru haldnar. Sem stendur berjast Bandaríkin gegn þeirri almennu hugmynd. Kofi Annan hafði rétt fyrir sér um daginn þegar hann sagði Sameinuðu þjóðirnar standa á krossgötum.