Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2025 10:32 Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Vísindi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun