Þór áfram á kostnað Frammara 18. desember 2004 00:01 Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning enda var ég óánægður með leik okkar hér og fátt sem gekk eins og það átti að gera. Ég þakka FH kærlega fyrir enda tel ég þrátt fyrir allt saman að við eigum fullt erindi í úrvalsdeildina. Hópurinn er góður og þessi árangur okkar er mun betri en flestir spáðu hér fyrr í vetur þar sem við byrjuðum frekar illa. Ég er engu að síður bjartsýnn þrátt fyrir slakan leik okkar gegn HK." HK má þó þakka markverði sínum, Herði Ólafssyni, hversu mikill munur var á liðunum en hann varði mjög vel allan leikinn. Varði hann 21 skot, mörg hver úr dauðafærum, meðan kollegi hans hjá Þór, Mareks Skabekis, sem einnig stóð sig vel, varði aðeins fjórtán. Markahæstur hjá HK var Augustas Strazdas með níu mörk en í liði Þórs var Árni Þór Sigtryggsson í sérflokki með tólf mörk. Í hálfleik hjá Fram og FH leit ekki út fyrir að Þórsarar væru á leiðina í úrvalsdeild enda staðan 17-12 fyrir Fram og héldu Framarar góðri forystu fram eftir seinni hálfleik þangað til að leikmenn FH, sem léku mestan leikinn einum færri, tóku sig saman í andlitinu og höfðu með mikilli þrautseigju eins marks sigur. Það verða því Fram, FH og Afturelding sem sitja eftir með sárt ennið í norðurriðlinum en Þór, HK, KA og Haukar sem halda áfram. Í fyrrakvöld varð einnig ljóst hvaða félög fara í úrvalsdeildina úr suðurriðli. Þá sigruðu Valsmenn lið ÍR með eins marks mun 29-28 og eru það Valur, ÍR, ÍBV og Víkingur sem fara upp en Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss leika í annarri deild að ári. [email protected] Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning enda var ég óánægður með leik okkar hér og fátt sem gekk eins og það átti að gera. Ég þakka FH kærlega fyrir enda tel ég þrátt fyrir allt saman að við eigum fullt erindi í úrvalsdeildina. Hópurinn er góður og þessi árangur okkar er mun betri en flestir spáðu hér fyrr í vetur þar sem við byrjuðum frekar illa. Ég er engu að síður bjartsýnn þrátt fyrir slakan leik okkar gegn HK." HK má þó þakka markverði sínum, Herði Ólafssyni, hversu mikill munur var á liðunum en hann varði mjög vel allan leikinn. Varði hann 21 skot, mörg hver úr dauðafærum, meðan kollegi hans hjá Þór, Mareks Skabekis, sem einnig stóð sig vel, varði aðeins fjórtán. Markahæstur hjá HK var Augustas Strazdas með níu mörk en í liði Þórs var Árni Þór Sigtryggsson í sérflokki með tólf mörk. Í hálfleik hjá Fram og FH leit ekki út fyrir að Þórsarar væru á leiðina í úrvalsdeild enda staðan 17-12 fyrir Fram og héldu Framarar góðri forystu fram eftir seinni hálfleik þangað til að leikmenn FH, sem léku mestan leikinn einum færri, tóku sig saman í andlitinu og höfðu með mikilli þrautseigju eins marks sigur. Það verða því Fram, FH og Afturelding sem sitja eftir með sárt ennið í norðurriðlinum en Þór, HK, KA og Haukar sem halda áfram. Í fyrrakvöld varð einnig ljóst hvaða félög fara í úrvalsdeildina úr suðurriðli. Þá sigruðu Valsmenn lið ÍR með eins marks mun 29-28 og eru það Valur, ÍR, ÍBV og Víkingur sem fara upp en Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss leika í annarri deild að ári. [email protected]
Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira