Meiðslin sem markvörður Stjörnunnar, Roland Valur Eradze, varð fyrir í leiknum gegn Val í 16-liða úrslitum SS-bikars karla í síðustu viku reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann mun vera frá í rúma viku.
Margir ráku upp stór augu þegar Eradze mætti í áhorfendastúkuna á leik Fram og Þór í DHL-deildinni í gær með hendina vafða í gifs og töldu margir að Eradze væri brotinn. Hins vegar er aðeins um teygð liðbönd að ræða og ætti Eradze að verða klár á ný í næstu viku.