Sameinuðu þjóðirnar og internetið 15. nóvember 2005 06:00 Höfuðmarkmið leiðtogafundar um upplýsingasamfélagið sem hefst um miðjan þennan mánuð í Túnis er að tryggja að fátæk ríki geti fært sér í nyt nýja upplýsinga- og samskiptatækni, þar á meðal netið, til að efla efnahagslega og félagslega þróun. En því miður virðist gæta misskilnings um eðli fundarins. Þær raddir hafa heyrst fulloft að Sameinuðu þjóðirnar vilji með einum eða öðrum hætti taka yfir eða stjórna netinu. Ekkert er fjær sanni. Sameinuðu þjóðirnar vilja ekki sölsa undir sig netið, heldur tryggja að það nái til sem flestra. Um það snýst leiðtogafundurinn í í Túnis. Ekki ætti að koma á óvart að menn rísi upp til varnar netinu, knúnir heitum tilfinningum. Á sínum stutta líftíma hefur netið verið vettvangur umbyltingar á ólíkum sviðum, allt frá heilbrigðis- og menntamálum til blaðamennsku og stjórnmála. Í starfi okkar hjá Sameinuðu þjóðunum í þágu þróunar höfum við aðeins séð upphaf þess ávinnings sem hafa má af netinu: fljótari og betri samhæfingu aðstoðar við fórnarlömb hamfara; betri aðgang að læknisfræðilegum upplýsingum sem bjarga mannslífum á afskekktum svæðum og aðgang fólks sem býr við harðstjórn að óritskoðuðum upplýsingum og möguleikum til að koma umkvörtunum sínum á framfæri. Á hinn bóginn er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af því að netið er vettvangur áróðurs og aðstoðar við hryðjuverkamenn, þar er klámi dreift, glæpir skipulagðir og nasismi og aðrar hatursfullar stjórnmálastefnur lofaðar. En að ritskoða netheiminn, grafa undan tæknilegum stoðum hans eða ofurselja hann kæfandi stjórn ríkisins væri að snúa baki við einhverjum mestu framförum sem um getur. Að verja netið er að verja sjálft frelsið. Hingað til hafa stjórnunaraðgerðir á netinu, til dæmis til að sporna við ruslpósti og tölvuglæpum, verið tilviljanakenndar og óskipulagðar. Engu að síður hefur uppbyggingu netsins verið stýrt á óformlegan en skilvirkan hátt í samstarfi undir forystu stofnana, einkafyrirtækja, borgaralegs samfélags, háskólasamfélagsins og tæknigeirans. Þróunarríki hafa hins vegar átt erfitt uppdráttar með að fylgjast með og þeim finnst þau vera afskipt í stjórnun netsins. Bandaríkin eiga þakkir skildar fyrir að hafa þróað netið og leyft umheiminum að njóta þess. Af sögulegum ástæðum hafa Bandaríkin ráðið yfir ýmsum lykilþáttum þess en sumir segja að þau ættu að deila þessu valdi með alþjóðasamfélaginu. Bandaríkin hafa sinnt þessari umsjón af réttsýni og heiðarleika. Þau viðurkenna lögmæta hagsmuni og fullveldissjónarmið annarra ríkisstjórna og að sú þróun haldi áfram að stjórnun netsins verði í vaxandi mæli alþjóðleg. Breytingar eiga hvorki að endurspegla fortíð né jafnvel nútíð heldur vera í þjónustu framtíðarinnar þegar vöxtur netsins mun hafa í för með sér tröllauknar breytingar í þróunarríkjum. Nú fara í hönd samræður tveggja ólíkra heima. Annars vegar er netsamfélagið sem er óbundið af ríkisvaldinu og býr við óformlega ákvarðanatökuhefð þar sem valdið kemur að neðan. Andspænis þessari hefð eru svo ríkisstjórnir og milliríkjasamtök sem einkennast af formlegri ákvarðanatöku og skipulagi. Netið er orðið svo mikilvægt í efnahagslífi og stjórnsýslu hvers ríkis að það væri mikil einfeldni að ætlast til þess að ríkisstjórnir telji sig ekki hafa hagsmuna að gæta enda stækkar hlutur netsins í stjórnsýslu til dæmis í mennta- og heilsugeiranum. Mikið liggur við að ríkisstjórnir móti rétta stefnu í málefnum netsins, samhæfi aðgerðir sínar innbyrðis og við netheiminn. En ríkisstjórnirnar geta ekki sett reglur upp á eigin spýtur. Þær verða að átta sig á því að þær verða að starfa með hagsmunaaðilum utan ríkisins. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það þau öfl sem hafa leikið lykilhlutverk í að byggja upp og skipuleggja netið og verða áfram drifkrafturinn í útþenslu þess og þróun. Á fyrri leiðtogafundi í Genf fyrir tveimur árum rötuðu viðræður um stjórnun netsins í blindgötu. Af þeim sökum fóru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna fram á það við mig að skipaður yrði vinnuhópur til að skoða þessi mál nánar. Vinnuhópurinn um stjórnun netsins skilaði tillögum í nafni aðila hans en ekki í nafni Sameinuðu þjóðanna sem slíkra. Hann lagði til stofnun nýs samræðuvettvangs, þar sem allir hagsmunaðilar kæmu saman til að skiptast á upplýsingum og ráðum og ræða vandasöm málefni, án þess þó að hafa ákvarðanatökuvald. Vinnuhópurinn setti einnig fram ýmsa valkosti um eftirlit í framtíðinni, þar sem hlutur ríkisstjórna er mismikill sem og tengslin við Sameinuðu þjóðirnar. Ekki er lagt til að Sameinuðu þjóðirnar leysi af hólmi þær tæknilegu stofnanir sem nú reka netið; ekki er lagt til að nýrri stofnun Sameinuðu þjóðanna verði komið á laggir; í sumum tillögunum er ekki einu sinni lagt til að Sameinuðu þjóðirnar leiki nokkurt hlutverk. Allar gera tillögurnar ráð fyrir að núverandi tæknilegar stofnanir haldi áfram sínu starfi, ekki síst til þess að hlífa stjórn netsins við dægurþrasi stjórnmála. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa nú þessar og fleiri tillögur til athugunar. Allir viðurkenna að auka beri alþjóðlega þátttöku í umræðum um stjórnun netsins. Af þeim sökum ættu menn að skella skollaeyrum við hræðsluáróðri um að Sameinuðu þjóðirnar ætli sér að ráða netinu. Margir vilja finna höggstað á Sameinuðu þjóðunum, en í þessu tilfelli fara menn í geitarhús að leita ullar. Sameinuðu þjóðirnar vilja einungis efla umræður og samstöðu hagsmunaaðila og um síðir tryggja að netið nýtist öllum. Í aðdraganda fundarins hafa menn ítrekað að það eru mannréttindi að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum í gegnum hvaða miðil sem er, þvert á landamæri. Ég hvet alla hagsmunaaðila sem sækja fundinn í Túnis til að brúa tæknibilið og skapa grundvöll fyrir upplýsingasamfélag sem er öllum opið og auðgar og eflir fólk hvar í heiminum sem er og koma þessu barni tuttugustu aldarinnar til nokkurs þroska á tuttugustu og fyrstu öldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Höfuðmarkmið leiðtogafundar um upplýsingasamfélagið sem hefst um miðjan þennan mánuð í Túnis er að tryggja að fátæk ríki geti fært sér í nyt nýja upplýsinga- og samskiptatækni, þar á meðal netið, til að efla efnahagslega og félagslega þróun. En því miður virðist gæta misskilnings um eðli fundarins. Þær raddir hafa heyrst fulloft að Sameinuðu þjóðirnar vilji með einum eða öðrum hætti taka yfir eða stjórna netinu. Ekkert er fjær sanni. Sameinuðu þjóðirnar vilja ekki sölsa undir sig netið, heldur tryggja að það nái til sem flestra. Um það snýst leiðtogafundurinn í í Túnis. Ekki ætti að koma á óvart að menn rísi upp til varnar netinu, knúnir heitum tilfinningum. Á sínum stutta líftíma hefur netið verið vettvangur umbyltingar á ólíkum sviðum, allt frá heilbrigðis- og menntamálum til blaðamennsku og stjórnmála. Í starfi okkar hjá Sameinuðu þjóðunum í þágu þróunar höfum við aðeins séð upphaf þess ávinnings sem hafa má af netinu: fljótari og betri samhæfingu aðstoðar við fórnarlömb hamfara; betri aðgang að læknisfræðilegum upplýsingum sem bjarga mannslífum á afskekktum svæðum og aðgang fólks sem býr við harðstjórn að óritskoðuðum upplýsingum og möguleikum til að koma umkvörtunum sínum á framfæri. Á hinn bóginn er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af því að netið er vettvangur áróðurs og aðstoðar við hryðjuverkamenn, þar er klámi dreift, glæpir skipulagðir og nasismi og aðrar hatursfullar stjórnmálastefnur lofaðar. En að ritskoða netheiminn, grafa undan tæknilegum stoðum hans eða ofurselja hann kæfandi stjórn ríkisins væri að snúa baki við einhverjum mestu framförum sem um getur. Að verja netið er að verja sjálft frelsið. Hingað til hafa stjórnunaraðgerðir á netinu, til dæmis til að sporna við ruslpósti og tölvuglæpum, verið tilviljanakenndar og óskipulagðar. Engu að síður hefur uppbyggingu netsins verið stýrt á óformlegan en skilvirkan hátt í samstarfi undir forystu stofnana, einkafyrirtækja, borgaralegs samfélags, háskólasamfélagsins og tæknigeirans. Þróunarríki hafa hins vegar átt erfitt uppdráttar með að fylgjast með og þeim finnst þau vera afskipt í stjórnun netsins. Bandaríkin eiga þakkir skildar fyrir að hafa þróað netið og leyft umheiminum að njóta þess. Af sögulegum ástæðum hafa Bandaríkin ráðið yfir ýmsum lykilþáttum þess en sumir segja að þau ættu að deila þessu valdi með alþjóðasamfélaginu. Bandaríkin hafa sinnt þessari umsjón af réttsýni og heiðarleika. Þau viðurkenna lögmæta hagsmuni og fullveldissjónarmið annarra ríkisstjórna og að sú þróun haldi áfram að stjórnun netsins verði í vaxandi mæli alþjóðleg. Breytingar eiga hvorki að endurspegla fortíð né jafnvel nútíð heldur vera í þjónustu framtíðarinnar þegar vöxtur netsins mun hafa í för með sér tröllauknar breytingar í þróunarríkjum. Nú fara í hönd samræður tveggja ólíkra heima. Annars vegar er netsamfélagið sem er óbundið af ríkisvaldinu og býr við óformlega ákvarðanatökuhefð þar sem valdið kemur að neðan. Andspænis þessari hefð eru svo ríkisstjórnir og milliríkjasamtök sem einkennast af formlegri ákvarðanatöku og skipulagi. Netið er orðið svo mikilvægt í efnahagslífi og stjórnsýslu hvers ríkis að það væri mikil einfeldni að ætlast til þess að ríkisstjórnir telji sig ekki hafa hagsmuna að gæta enda stækkar hlutur netsins í stjórnsýslu til dæmis í mennta- og heilsugeiranum. Mikið liggur við að ríkisstjórnir móti rétta stefnu í málefnum netsins, samhæfi aðgerðir sínar innbyrðis og við netheiminn. En ríkisstjórnirnar geta ekki sett reglur upp á eigin spýtur. Þær verða að átta sig á því að þær verða að starfa með hagsmunaaðilum utan ríkisins. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það þau öfl sem hafa leikið lykilhlutverk í að byggja upp og skipuleggja netið og verða áfram drifkrafturinn í útþenslu þess og þróun. Á fyrri leiðtogafundi í Genf fyrir tveimur árum rötuðu viðræður um stjórnun netsins í blindgötu. Af þeim sökum fóru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna fram á það við mig að skipaður yrði vinnuhópur til að skoða þessi mál nánar. Vinnuhópurinn um stjórnun netsins skilaði tillögum í nafni aðila hans en ekki í nafni Sameinuðu þjóðanna sem slíkra. Hann lagði til stofnun nýs samræðuvettvangs, þar sem allir hagsmunaðilar kæmu saman til að skiptast á upplýsingum og ráðum og ræða vandasöm málefni, án þess þó að hafa ákvarðanatökuvald. Vinnuhópurinn setti einnig fram ýmsa valkosti um eftirlit í framtíðinni, þar sem hlutur ríkisstjórna er mismikill sem og tengslin við Sameinuðu þjóðirnar. Ekki er lagt til að Sameinuðu þjóðirnar leysi af hólmi þær tæknilegu stofnanir sem nú reka netið; ekki er lagt til að nýrri stofnun Sameinuðu þjóðanna verði komið á laggir; í sumum tillögunum er ekki einu sinni lagt til að Sameinuðu þjóðirnar leiki nokkurt hlutverk. Allar gera tillögurnar ráð fyrir að núverandi tæknilegar stofnanir haldi áfram sínu starfi, ekki síst til þess að hlífa stjórn netsins við dægurþrasi stjórnmála. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa nú þessar og fleiri tillögur til athugunar. Allir viðurkenna að auka beri alþjóðlega þátttöku í umræðum um stjórnun netsins. Af þeim sökum ættu menn að skella skollaeyrum við hræðsluáróðri um að Sameinuðu þjóðirnar ætli sér að ráða netinu. Margir vilja finna höggstað á Sameinuðu þjóðunum, en í þessu tilfelli fara menn í geitarhús að leita ullar. Sameinuðu þjóðirnar vilja einungis efla umræður og samstöðu hagsmunaaðila og um síðir tryggja að netið nýtist öllum. Í aðdraganda fundarins hafa menn ítrekað að það eru mannréttindi að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum í gegnum hvaða miðil sem er, þvert á landamæri. Ég hvet alla hagsmunaaðila sem sækja fundinn í Túnis til að brúa tæknibilið og skapa grundvöll fyrir upplýsingasamfélag sem er öllum opið og auðgar og eflir fólk hvar í heiminum sem er og koma þessu barni tuttugustu aldarinnar til nokkurs þroska á tuttugustu og fyrstu öldinni.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun