Helstu leiðir orðnar færar
Hálka er á vegum um allt land. Um norðausturströndina er skafrenningur og slæmt ferðaveður, en þó fært. Allar helstu leiðir eru nú orðnar færar: um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar, norður til Akureyrar, Ólafsfjarðar, Húsavíkur, um Möðrudalsöræfi og austur á land. Veðurstofan varar við stormi um landið norðvestanvert á morgun.