Reynsluleysi hjá Stjörnunni 7. janúar 2005 00:01 Stjarnan tók á móti svissneska liðinu Spono Nottwill í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna sem fram fór í Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar á mótinu og þétt setinn áhorfendabekkurinn í Garðabænum. Stjarnan byrjaði leikinn betur og náði tveggja marka forystu í byrjun. Stelpurnar voru fastar fyrir í vörninni og tóku duglega á svissnesku stelpunum. Stjarnan leiddi með einu til tveimur mörkum framan af fyrri hálfleik en náði aldrei að hrista gestina almennilega af sér. Spono Nottwill komst yfir um miðjan hálfleikinn og var jafnt á flestum tölum eftir það. Á þessum kafla lék Gabriel Kattmann feikivel og skoraði 7 af 9 mörkum sínum í fyrir hálfleik. Samherjar hennar áttu þó í vandræðum með Kristínu Guðmundsdóttir sem var liði sínu drjúg. Staðan í hálfleik var 13-13. Stjörnustelpurnar mættu ákveðnar til leiks í byrjun seinni hálfleiks og komust í 17-14 eftir sex mínútur. Hekla Daðadóttir fór hamförum og skoraði sex mörkum í seinni hálfleik. Þá átti Jelena Jovanovic stórleik og varði 12 af 15 skotum sínum í hálfleiknum. Spono Nottwill var ekki af baki dottið og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var jafnt, 24-24. Stjarnan fengu fáein tækifæri til að tryggja sér sigur og sömuleiðis gestirnir en allt kom fyrir ekki og jafntefli staðreynd. "Ég tel að þetta hafi verið reynsluleysi í okkar liði að við unnum ekki þennan leik," sagði Anna Bryndís Blöndal sem stjórnaði vörninni eins og herforingi, römm af afli. "Í stað þess að komast í tveggja marka mun ná þær að jafna og við erum heppnar að ná að halda stiginu." Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Stjarnan tók á móti svissneska liðinu Spono Nottwill í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna sem fram fór í Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar á mótinu og þétt setinn áhorfendabekkurinn í Garðabænum. Stjarnan byrjaði leikinn betur og náði tveggja marka forystu í byrjun. Stelpurnar voru fastar fyrir í vörninni og tóku duglega á svissnesku stelpunum. Stjarnan leiddi með einu til tveimur mörkum framan af fyrri hálfleik en náði aldrei að hrista gestina almennilega af sér. Spono Nottwill komst yfir um miðjan hálfleikinn og var jafnt á flestum tölum eftir það. Á þessum kafla lék Gabriel Kattmann feikivel og skoraði 7 af 9 mörkum sínum í fyrir hálfleik. Samherjar hennar áttu þó í vandræðum með Kristínu Guðmundsdóttir sem var liði sínu drjúg. Staðan í hálfleik var 13-13. Stjörnustelpurnar mættu ákveðnar til leiks í byrjun seinni hálfleiks og komust í 17-14 eftir sex mínútur. Hekla Daðadóttir fór hamförum og skoraði sex mörkum í seinni hálfleik. Þá átti Jelena Jovanovic stórleik og varði 12 af 15 skotum sínum í hálfleiknum. Spono Nottwill var ekki af baki dottið og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var jafnt, 24-24. Stjarnan fengu fáein tækifæri til að tryggja sér sigur og sömuleiðis gestirnir en allt kom fyrir ekki og jafntefli staðreynd. "Ég tel að þetta hafi verið reynsluleysi í okkar liði að við unnum ekki þennan leik," sagði Anna Bryndís Blöndal sem stjórnaði vörninni eins og herforingi, römm af afli. "Í stað þess að komast í tveggja marka mun ná þær að jafna og við erum heppnar að ná að halda stiginu."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira