Klár eftir tvo mánuði 20. janúar 2005 00:01 Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira