
Er málfrelsi á netinu takmarkað?
Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins.
Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna.
Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn.
Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju.
Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína.
Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna.
Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.
gm@frettabladid.is
Skoðun

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar