Í nágrenni Reykjavíkur er aðeins fært jeppum og stórum bílum um Mosfellsheiði og Kjósarskarð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er víða verið að hreinsa vegi, um hálsa til Patreksfjarðar og um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar. Á Norðurlandi er verið að opna til Siglufjarðar, um Mývatnsöræfi og með ströndinni um Melrakkasléttu til Vopnafjarðar. Víða er hálka á vegum.