Hljóta að geta fyrirgefið Fischer 18. febrúar 2005 00:01 Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira
Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira