Hollar og einfaldar pítsur 5. mars 2005 00:01 Pitsa pitsaRautt pestóMozzarella-osturSérrítómatarKlettasalatParmesanostur Setjið þrjár teskeiðar af rauðu pestói á pitsubotninn og dreifið vel úr því. Skerið niður 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið á pitsuna. Gott er að kaupa íslenskan mozzarella-ost í dósum, fljótandi í vatni. Skerið tólf sérrítómata til helminga og raðið þeim jafnt á pitsuna. Bakið pitsuna í tólf til fimmtán mínútur við 220°C hita. Dreifið síðan handfylli af klettasalati yfir bökuðu pitsuna og nóg af rifnum parmesanosti. 685 kaloríur, 40 grömm fita, 50 grömm kolvetni.Pitsa parmaSpínatTómat- og kryddsósaMozzarella-osturHráskinka (Parma skinka)EggSetjið 250 grömm af spínati á pönnu, bætið smá vatni við og hitið þangað til laufin fölna. Takið spínatið af pönnunni, síið vatnið frá og kælið spínatið aðeins. Setjið hálfa krukku af tómat- og kryddsósu á pitsubotninn. Einnig er hægt að nota venjulega pitsusósu. Skerið 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið jafnt yfir pitsuna. Bætið níutíu grömmum af hráskinku og spínati ofan á. Brjótið síðan eitt hrátt egg á miðja pitsuna og bakið í fimmtán mínútur við 200°C hita. 772 kaloríur, 40 grömm fita, 53 grömm kolvetni. Pítsur Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
Pitsa pitsaRautt pestóMozzarella-osturSérrítómatarKlettasalatParmesanostur Setjið þrjár teskeiðar af rauðu pestói á pitsubotninn og dreifið vel úr því. Skerið niður 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið á pitsuna. Gott er að kaupa íslenskan mozzarella-ost í dósum, fljótandi í vatni. Skerið tólf sérrítómata til helminga og raðið þeim jafnt á pitsuna. Bakið pitsuna í tólf til fimmtán mínútur við 220°C hita. Dreifið síðan handfylli af klettasalati yfir bökuðu pitsuna og nóg af rifnum parmesanosti. 685 kaloríur, 40 grömm fita, 50 grömm kolvetni.Pitsa parmaSpínatTómat- og kryddsósaMozzarella-osturHráskinka (Parma skinka)EggSetjið 250 grömm af spínati á pönnu, bætið smá vatni við og hitið þangað til laufin fölna. Takið spínatið af pönnunni, síið vatnið frá og kælið spínatið aðeins. Setjið hálfa krukku af tómat- og kryddsósu á pitsubotninn. Einnig er hægt að nota venjulega pitsusósu. Skerið 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið jafnt yfir pitsuna. Bætið níutíu grömmum af hráskinku og spínati ofan á. Brjótið síðan eitt hrátt egg á miðja pitsuna og bakið í fimmtán mínútur við 200°C hita. 772 kaloríur, 40 grömm fita, 53 grömm kolvetni.
Pítsur Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið