Togarastemning í Greiningardeild 6. mars 2005 00:01 Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja." Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja."
Atvinna Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira