Siglingar varasamar fyrir norðan 13. október 2005 18:54 "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
"Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira