Hafísinn hamlaði skipaumferð 13. mars 2005 00:01 "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
"Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira