NBA - Iverson fer enn á kostum 16. apríl 2005 00:01 Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig. NBA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig.
NBA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira